Gleymska kostaði Vestmannaeyjabæ 1,5 milljónir króna í sekt

Ársreikningurinn afgreiddur 12.maí en ekki sendur Kauphöll Íslands

21.Júlí'11 | 16:36

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Kauphöll Íslands tilkynnti í dag að hún áminnir fimm sveitarfélög fyrir að skila ársreikningum sínum of seint til Kauphallar. Kauphöllin beitir einnig févíti að fjárhæð 1,5 milljón króna. Um er að ræða sveitarfélögin Vestmannaeyjabæ, Langanesbyggð, Reykjavíkurborg, Sandgerðisbæ og Norðurþing.
Viðskiptablaðið fjallaði í síðustu viku um ársreikningaskil sveitarfélaga til Kauphallar Ísland. Kauphallaraðilum, meðal annars þeir sem hafa gefið út skuldabréf í kauphöllinni, er skylt að skila eigi síðar en 30. apríl. Tíu af 20 sveitarfélögum skiluðu hinsvegar of seint, þar á meðal þau fimm sem voru áminnt í dag.
 
Það sveitarfélag sem skilaði seinast var Vestmannaeyjabær. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, sagði í samtali við Viðskiptablaðið í síðustu viku að ástæða skilanna sé einföld: Það gleymdist að senda ársreikninginn til Kauphallar. Hann var afgreiddur úr sveitarstjórninni 12. maí og þá sendur innanríkisráðuneytinu, sem sér um sveitarstjórnarmál.
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.