Baldur leysir af í Landeyjahöfn

20.Júlí'11 | 12:55
Í dag er ár liðið frá vígslu Landeyjahafnar. Herjólfur mun hætta tímabundið siglingum um höfnina í september þegar skipið fer í slipp erlendis. Breiðafjarðarferjan Baldur mun leysa Herjólf af á meðan.
Landeyjahöfn var vígð 20. júlí í fyrra. Áætlunarsiglingar hófust daginn eftir. Farþegafjöldi margfaldaðist fyrstu vikurnar þegar Herjólfur flutti jafn marga á rúmum mánuði og á hálfu ári áður.
 
Fyrsta babbið kom í bátinn í byrjun september þegar Herjólf tók niður í nýju höfninni. Siglingar milli lands og eyja féllu alfarið niður í tvo daga þar til siglingar til Þorlákshafnar hófust að nýju. Landeyjahöfn var opnuð á ný um miðjan september en þurfti fljótlega að loka henni aftur fyrir siglingum Herjólfs fram í nóvember. Siglingar gengu ágætlega yfir áramótin en Landeyjahöfn þurfti að loka enn á ný um miðjan janúar. Herjólfur sigldi ekki aftur um höfnina fyrr en í upphafi maí. Síðan þá hafa siglingar gengið vel, farþegar voru um 70.000 í maí og júní síðastliðnum.
 
Haukur Snær Hauksson er einn þeirra ferðamanna sem hafa farið um nýju höfnina. Hann segir mjög einfalt að fara um Landeyjahöfn til Eyja, fjölskyldan hefði væntanlega ekki siglt með Herjólfi mun lengri leið frá Þorlákshöfn.
 
Eftir fyrsta árið er niðurstaðan sú samkvæmt gögnum frá Eimskip að Herjólfur hefur siglt til Landeyjahafnar í tveimur af hverjum þremur ferðum en til Þorlákshafnar í þriðjungi tilfella.
 
Nú liggur fyrir að Herjólfur fer í slipp erlendis í september og fram í október. Ráðgert er að Breiðafjarðarferjan Baldur sinni þá siglingum milli lands og eyja, hvort sem verður um Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn. Siglingastofnun bíður svars frá innanríkisráðherra um að Baldur megi nýta á þessari siglingaleið. Skipið er ekki hannað til siglinga um úthaf og því er talið nauðsynlegt að setja takmarkanir, sem dæmi að ekki verði siglt þegar ölduhæð við Landeyjahöfn er meiri en þrír metrar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.