Dagbók lögreglunnar

Rúðubrot í Barnaskólanum

Helstu verkefni frá 11. til 18. júlí 2011

19.Júlí'11 | 15:54

Lögreglan,

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu þrátt fyrir töluverðan fólksfjölda í bænum í vikunni. Eitthvað var um pústra við skemmtistaði bæjarins um helgina en engar kærur liggja fyrir. Þá þurfti lögreglan að sinna hinum ýmsu verkefnum er varðar ölvunarástand fólks í tengslum við skemmtanahald helgarinnar.
Einn þjófnaður var tilkynntur lögreglu í vikunni sem leið en um er að ræða þjófnað á reiðhjóli úr geymslu í kjallara húsi Íslandsbanka. Er talið að þjófnaðurinn hafi átt sér stað að kvöldi 10. júlí eða aðfaranótt 11. júlí sl. Um er að ræða Mongoos fjallahjól og eru þeir sem einhverjar upplýsingar um hvar hjólið gæti verið niðurkomið vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.
 
Ein eignaspjöll voru tilkynnt lögreglu í liðinni viku en um var að ræða rúðubrot í Barnaskóla Vestmannaeyja sem átti sér stað að morgni 17. júlí sl. Ekki er vitað hver þarna var að verki.
 
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í sl. viku og var í tveimur tilvikum ekki tilkynnt um óhappið. Í fyrra tilvikinu var ekið utan í bifreið sem stóð á Vesturvegi og er talið að óhappið hafi átt sér stað 12. eða 13. júlí sl. Í síðara tilvikinu átti tilvikið sér stað þann 17. júlí sl. en þá var ekið utan í bifreið sem var lagt var á Herjólfsgötu.
 
Þriðja umferðaróhappið sem tilkinnt var í vikunni átti sér stað þann 16. júlí sl. á Strandvegi en þarna hafði ökumaður bifreiðar sem ekið var austur Strandveg misst stjórn á akstrinum á gatnamótum Hlíðarvegar og Strandvegar með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði á ljósastaur. Bifreiðin var óökufær eftir áreksturinn. Ökumaður og farþegi í bifreiðinni kvörtuðu báðir yfir eymslum í baki eftir áreksturinn.
 
Þrír fengu sekt fyrir brot á umferðarlögum í vikunni sem leið, en um er að ræða ólöglega lagningu ökutækis og notkun farsíma án handfrjáls búnaðar í akstri.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).