Algjört aðgerðaleysi lögreglunnar

Lamdi og rauf nálgunarbann í Eyjum

„Við fengum bara enga hjálp

19.Júlí'11 | 11:43

Lögreglan,

Mæðgur í Vestmannaeyjum saka lögreglu bæjarins um stórkostlegt aðgerðaleysi þegar fyrrum sambýlismaður móðurinnar beitti hana ofbeldi og ofsótti þrátt fyrir nálgunarbann. Málið er til rannsóknar hjá ríkissaksóknara.
Þær segja að maðurinn hafi beitt móðurina grófu ofbeldi og síðan haldið áfram að hrella þær eftir að hafa verið úrskurðaður í nálgunarbann. Þær segja lögregluna hins vegar aldrei hafa gripið til neinna aðgerða, ekkert mark tekið á móðurinni og sagt hana sífellt drukkna. Hún segir það helbera lygi, lögreglan hafi einfaldlega ekki haft áhuga á að sinna málinu.
 
Við fengum bara enga hjálp. Þegar hann var tekinn fyrir utan gluggann hjá mér fór lögreglan bara með hann yfir í næstu götu og sleppti honum þar.
 
Hún segir að maðurinn hafi einnig fengið að komast upp með gróft ofbeldi gegn sér á meðan sambúðartímanum stóð. Eitt sinn hafi maðurinn handleikið hníf á meðan hann gekk í skrokk á henni en þegar lögreglan kom lét hún eins og ekkert væri.
 
Lögreglan horfði á manninn með hníf í buxnastrengnum en gerði ekkert.
 
Maðurinn situr nú á Litla Hrauni fyrir ýmis ofbeldisverk. Greinilegt er að mati móðurinnar að margt sé ábótavant í starfi lögreglunnar fyrst slíkur maður hafi getað stundað iðju sína athugasemdalaust í langan tíma.
 
 
Það er margt sem er gruggugt í Vestmannaeyjum, ekki bara mitt mál heldur mörg önnur. Manni finnst ýmislegt líðast.
 
Dóttirin er einnig mjög ósátt við framkomu vissra starfsmanna lögreglunnar í sinn garð.
 
Ég fékk aldrei að tala við neinn. Engir pappírar fóru til barnaverndarnefndar eða neitt. Núna þegar maður hittir þessa lögregluþjóna eru þeir ansi skömmustulegir og það sést alveg að þeir hafa eitthvað á samviskunni.
 
Mæðgurnar kvörtuðu formlega yfir framkomu lögreglunnar til Rögnu Árnadóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, sem sendi málið til meðferðar hjá ríkissaksóknara. Móðirin segir kröfur þeirra einfaldlega vera afsökunarbeiðni frá lögreglunni. Málið er enn í rannsókn en niðurstaðna er að vænta fyrir 1. ágúst.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.