Aftur um Löngulág

Jói listó bloggar

13.Júlí'11 | 07:50
Það er dálítið merkilegt (dularfullt) hvað lítið er fjallað í miðlum hér um skipulagshugmyndir í Löngulág. Það er mikilvægt að þarna verði vandað til verka því mörg eru vítin að varast í skipulagsmálum Vestmannaeyja.
Frá bæjaryfirvöldum hafa komið fram fjórar tillögur sem ég reyndar lít á sem eina vonda tillögu. Ég hef illilega á tilfinningunni að þarna eigi eins og svo oft áður að valta yfir allt og alla með frekju og yfirgangi. Skjóta fyrst og spyrja svo.
 
Það er u.þ.b. eitt ár síðan ég heyrði fyrst af þeirri ágætu hugmynd að vera með tjaldstæði í Löngulág. Það er sem sagt ekki rétt að ég eigi hugmyndina eins og ég hef heyrt nokkur sinnum að undanförnu að öðru leiti en því að í desember s.l. rissaði ég upp mynd (fylgir hér með) af svæðinu eins og ég ímyndaði mér fyrirkomulag tjaldstæðis. Það er vel hægt að fullyrða að kostir svæðisins fyrir tjaldstæði eru fjölmargir. T.d. er efri hluti Löngulágar einn skjólsælasti staður á Heimaey.
 
Annar kostur sem svæðið býður upp á er hvað auðvelt er að koma fyrir, hanna og skipuleggja framúr skarandi tjaldstæði sem uppfyllir allar kröfur og sómi væri að.
 
Þetta finnst mér að þurfi að ræða og skoða rækilega.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.