Það er ekki sama þjóðvegur og þjóðvegur eitt

Sindri Ólafsson skrifar

12.Júlí'11 | 07:54
Við erum reglulega minnt á það að við búum á virku gosbelti sem getur látið á sér kræla hvenær sem er, um þessa hluti þarf ekki að fræða Vestmannaeyinga. Nýjasta dæmið um þetta er mikið hlaup í Múlakvísl sem olli stórtjóni og rofi á þjóðvegi eitt um brúna yfir ána. Þessir atburðir koma til með að hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuaðila og nær allan atvinnurekstur á svæðinu og skerða lífsgæði þeirra sem á svæðinu búa sérstaklega austan megin árinnar og er það miður.
 
Það er þó skarð fyrir skildi hversu fljótt Vegagerðin brást við þessum hamförum með því að fá einkaaðila strax í gærmorgun að ferja fólk og bíla með sérútbúnum tækjum gjaldfrjálst til þess að sem flestir kæmust til síns heima, auk þess hófu þeir hjá Vegagerðinni strax handa við það að byggja bráðabirgðarbrú yfir ána. Fyrir allt þetta ber að hrósa þeim hjá Vegagerðinni. Þessi viðbrögð samgönguyfirvalda eru mér sérstakt gleðiefni, því ef þetta er það sem koma skal þá sé ég fyrir mér að næst þegar Herjólfur bilar eða kemst ekki milli lands og Vestmannaeyja af einhverjum ástæðum en önnur sérútbúin tæki einkaaðila eru fær að fara sjóleiðina án þess að af stafi hætta þá verði sú þjónusta í boði öllum að kostnaðarlausu. Þetta væri öllum til hagsbóta og öllu vænlegra en að hóta ákærum fyrir það eitt að reyna að bregðast við eftirspurn og sinna hlutverki samgönguyfirvalda. Því hvet ég þá aðila sem þessi skilyrði uppfylla að hafa strax samband við yfirvöld og bjóða fram þjónustu sína svo að þetta verði allt klappað og klárt þegar til þarf að taka því ekki höfum við Fjallabaksleið eða nyrðri hringinn þegar okkar þjóðvegur rofnar.
 
 
Sindri Ólafsson.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%