Níu ökumenn voru kærðir vegna brota á umferðarlögum.

11.Júlí'11 | 16:40

Lögreglan,

Frekar rólegt var í síðustu viku hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum þrátt fyrir mikinn fjölda fólks í bænum. Þó þurfti að hafa afskipti af nokkrum aðilum vegna ölvunarástands þeirra. Ýmist voru þessir aðilar til vandræða við skemmtistaði bæjarins eða í heimahúsum. Enginn eftirmál urðu vegna þessar verkefna.
Níu ökumenn voru kærðir vegna brota á umferðarlögum. Fimm þeirra fyrir að vera ekki með öryggisbelti spennt. Einn ökumaður fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu og annar fyrir að virða ekki forgang á biðskyldu. Þá var einn ökumaður stöðvaður fyrir að hafa ekki réttindi til aksturs vélknúins ökutækis.
 
Þá var tilkynnt til lögreglunnar að ekið hafi verið á bílskúrshurð á íbúðarhúsi og ökumaður ekki tilkynnt um það og ekið í burtu. Við eftirgrenslan lögreglu kom í ljós hver var hér að verki og viðurkenndi þessi ökumaður að haf ekið á hurðina. Hann gaf þá skýringu að mikið fát hafi komið á hann og þess vegna ekið í burtu án þessa að tilkynna það. Við höggið skemmdist ökutækið sem var inni í bílskúrnum.
 
 

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is