Landeyjahöfn eitt mesta flopp Íslandssögunar

Hafþór Halldórsson skrifar

8.Júlí'11 | 11:04
Eins og alþjóð veit þá er Landeyjahöfn eitt mesta flopp Íslandssögunar (auðvitað fyrir utan ríkisstjórnina sem nú situr). En hvar á að byrja þegar reyna á að átta sig á hvað fór úrskeiðis? Kannski ætti að byrja á hönnuðum hafnarinnar, sem sé Siglingastofnun.
Það eitt að þeir segi að í Vestmannaeyjum sé ríkjandi suðvestan átt er náttúrulega alveg útúr kortinu, því allir þeir sem búið hafa í Eyjum vita að þar er ríkjandi suðaustan átt. Meira að segja í sjálfum Herjólfi stendur það stórum stöfum, á upplýstu skiltunum með upplýsingum um Vesmannaeyjar, að í Eyjum sé ríkjandi suðaustan átt!
 
En versta við þetta allt saman er að þessi stofnun mun aldrei viðurkenna að þeir hafi gert mistök í útreikningum sínum. Allt sem komið hefur uppá með þessa höfn hefur valdið gríðarlegum skaða í Eyjum en þegar hún hefur virkað hefur bæjarlífið aldrei verið öflugra. Nú er það orðið þannig að hugsanlega verður höfninni lokað yfir veturinn. Sem ætti nú aldeilis að sýna hönnuðum hafnarinnar að þetta er klúður.

Nú segja margir að til að laga þetta þurfi að fá nýtt og hentugra skip, sem er algjör þvæla. Jú auðvitað kæmist skip sem ristir grynnra oftar uppeftir þegar dýpið er vandamálið. En dýpið er ekki stærsta vandamálið. Vandamálið er að þessi höfn er of lítil. Það eitt að skipið snúist 30-40° fyrir utan garða í rjómablíðu segir að það þarf að breyta höfninni. Þess vegna ætti bæjarstjórn Vestmannaeyja frekar að fá óháða erlenda sérfræðinga í að meta hvað gera þurfi til þessi að höfnin virki þokkalega og hætta þessu rugli um að skipið sé vandamálið.

Bara það að Siglingastofnun sjálf eigi að gera skýrslu um það hvort þessi höfn sé í lagi eins og hún er núna er algjört bull. Þess vegna segi ég að bæjarstjórnin ætti að beita sér fyrir því að fá erlenda sérfræðinga í hafnargerð til að gera almennilega úttekt á höfninni og því hvað þurfi að gera svo hún geti virkað.

Hafþór Halldórsson
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.