Heyr heyr sko Eimskip

Gísli Foster bloggar

6.Júlí'11 | 15:08
Múgæsingin í kringum þessar ferjusiglingar er orðinn óþolandi. Gjörsamlega genginn út yfir allan þjófabálk. Ágætt dæmi var um daginn þegar það kom upp bilun í vél. Eitthvað sem vel getur gerst. EN það var eins og við manninn mælt Facebook nötraði, bæjarlífið fór næstum því á hliðina og fjöldi manns þurfti að taka bæði róandi og svefnlyf til þess að festa blund þá um kvöldið, þrátt fyrir að þetta fólk hafi ekkert ætlað sér að fara með skipinu þennan dag. Þetta er komið út í algjört rugl. Það er á stundum eins og fólk geti ekki opnað nestisboxið sitt án þess að hrauna yfir Eimskip og Herjólf, sérstaklega þó starfsfólkið sem þar vinnur.

Það hlýtur að vera hagur allra að öryggið sé sett á oddinn - ekki satt. Ég hef enga trú, miðað við mín kynni af áhafnarmeðlimum, eða öðrum er þessu tengjast,  að þeir vilji bara sigla i Þorlákshöfn, eða þaðan af lengra. Í hvert skipti sem að maður nær að króa þetta lið af þá er þetta fólk að vonast til þess sama og við hin að fært sé í Landeyjahöfn sem flesta daga ársins.

Höfnin er bara ekki alveg klár og hugsið ykkur hver staðan væri ef að það hefði verið farið í að fá þann Herjólf sem á teikniborðinu var og hann hefði verið kominn hingað þegar Landeyjahöfn opnaði!!!!!

Hvet fólk til að skoða ferðaáætlunin hér á myndinni - þetta er fyrir nokkrum árum síðan. Kannski áttum við bara að halda okkur við þetta Smile  þetta dugaði þá og íbúafjöldinn var svipaður

Herjólfur - Þjóðbraut milli lands og Eyja

sumaaetlunherjolfs

http://fosterinn.blog.is/blog/fosterinn/entry/1177830/

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is