Flugvöllurinn áfram í Vatnsmýri fái ég að ráða

segir Ögmundur Jónasson

6.Júlí'11 | 09:32

Flugfélag Íslands, Þjóðhátíð, Flugvöllur

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill að innanlandsflug verði áfram í Vatnsmýrinni um ókomin ár. Honum finnst það „galin hugmynd“ að leggja nýjan innanlandsflugvöll á Hólmsheiði, sem verið hefur í athugun undanfarin ár.
Í borgarstjórn Reykjavíkur er vaxandi áhugi á því að finna innanlandsflugi annan stað en Vatnsmýrina í Reykjavík. Meirihluti borgarstjórnar, með borgarstjórann Jón Gnarr í broddi fylkingar, hefur miklar efasemdir um flugvöll í Vatnsmýrinni og nokkrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja flugvöllinn burt.
 
Þetta stangast á við orð Ögmundar í Morgunblaðinu í dag, en þar segir hann að í burðarliðnum sé samkomulag við Reykjavíkurborg sem gangi út frá því að flugvöllurinn verði í Reykjavík um árabil.
 
„Svo fremi sem ég fæ ráðið þá verður Reykjavíkurflugvöllur ekki færður,“ segir Ögmundur, aðspurður hvort ríkisstjórnin sé búin að slá út af teikniborðinu gerð nýs innanlandsflugvallar á Hólmsheiði.
 
„Þetta er galin hugmynd sem var á teikniborðinu á meðan peningarnir fengu að ráða,“ segir hann.
 
Ennfremur segir Ögmundur að ef ríkisstjórnin myndi ráðast í að flytja flugvöllinn myndi það kosta óhemju fjárútlát. „Ég er mjög afdráttarlaus á þeirri skoðun minni að við eigum að halda flugvellinum í Reykjavík.“

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.