Goslokahátíð 2011 á enda

Nokkuð vel heppnuð hátíð

3.Júlí'11 | 16:52
Þrátt fyrir að veðrið hafi verið ansi rysjótt var ekki að sjá að það væri að hafa áhrif á gleðina í Skvísusundinu. Þar skemmti fólk á öllum aldri sér langt fram á nótt. Í þessa 4 daga sem að hátíðin hefur staðið yfir hefur hver menningarviðburðurinn rekið annan og því eitthvað að finna fyrir alla.
Hátíðin fór að mestu vel fram. Það var nokkur erill hjá lögreglunni á föstudagskvöldið, en þeir handtóku einn aðila eftir að hann hafði slegið annan með hafnarboltakylfu. MIldi þótti að ekki var um neina alvarlega áverka að ræða. Sá sem framdi árásina var sá hinn sami og gisti fangageymslur lögreglu síðastliðna nótt fyrir innbrot í verslun í bænum en hann hefur margoft komið við sögu lögreglu. Lögregla fékk einnig tilkynningu sama kvöld frá skipstjóra sem var á leið í land með ölóðan mann en hann hafði gengið berserksgang um borð þannig að snúa þurfti skipinu til lands og fjarlægja manninn frá borði. Að lokum var einn handtekinn á skemmtistað þar sem hann hafði tekið upp hníf og hótað fólki með honum. Hann gisti fangageymslur lögreglu.
 
Laugardagskvöldið fór að er virðist vel fram. Það var margt um manninn í bænum en útlit var fyrir að flestir væru að skemmta sér vel. Á barnaskemmtuninni um kvöldið, rigndi eldi og brennistein en um ellefu leytið stytti loksins upp. Skilyrðin voru því góð til skemmtanahalds eftir það. Hátíðargestir voru margir hverjir litríkir og skemmtilega uppábúnir. Eyjar.net gat ekki séð annað en að gleðin væri við völd á rölti sínu í sundinu og í krónnum. Myndirnar segja í raun allt sem segja þarf - sjá myndasafn frá laugardeginum á Goslokum.
 
Talið er að um 1500 manns séu veðurtepptir. Veðrið er ansi slæmt enn sem komið er og samkvæmt nýjustu spám lægir væntanlega ekki fyrr en í nótt. Samkvæmt fréttum stöðvar 2 er umferðin mjög mikil, hvetjum við hjá eyjar.net fólk sem er að ferðast að keyra varlega og óskum öllum farsællar heimkomu.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).