ATHUGIÐ!!

Töluverð vandræði við að ferja fólk á milli

3.Júlí'11 | 15:32

Herjólfur

Vegna veðurs og ölduhæðar voru 11.30 ferðin frá Vestmannaeyjum og 13:00 ferðin frá Landeyjahöfn felldar niður. Miðar í 13:00 ferðina gilda nú í 16:00 ferðina frá Landeyjum. Viðskiptavinir eru beðnir afsökunar á þeim óþægindum sem þessi röskun á ferðum Herjólfs hefur haft í för með sér.
 
Töluverð vandræði hafa verið við að ferja fólk á milli lands og eyja eftir þrítugustu og áttundu Goslokahátíðina. Það fór að hvessa aftur um sjöleytið í morgun og þokuslæða búin að lúra yfir fjöllunum. Flugfélagið Ernir hefur náð að fljúga allar sínar ferðir enn sem komið er.
 
Seinnipartinn var svo gefið út að slæm skilyrði hafa verið til siglinga Herjólfs í Landeyjahöfn í allan dag. Vindur hefur farið allt upp í 22 m/s í hviðum, ölduhæð allt að 2,6 m á Bakkafjöruduflum og sjólag í hafnarkjaftinum hefur verið slæmt auk þess sem Vesturfallið (sjávarstraumurinn meðfram ströndinni) er með mesta móti.
 
Herjólfur hefur náð því að fara 2 ferðir í dag en því miður hefur þurft að fella niður 2 ferðir vegna veðurs og sjólags í mynni hafnarinnar. Skipstjóri og stjórnendur Herjólfs fylgjast vel með veðrinu og hafa verið í sambandi við Veðurstofuna sem telur ekki öruggt að veðrið gangi niður fyrr en í nótt.
 
Ef skilyrði batna þegar kemur fram á kvöldið mun Herjólfur reyna að sigla 2 ferðir út daginn. Þeir farþegar sem áttu bókað far með skipinu frá Vestmannaeyjum kl.17:30 eru beðnir um að fylgjast vel með fréttum á www.herjolfur.is eða á Facebooksíðu Herjólfs.
 
ATHUGIÐ! Miðar í 19:00 ferðina gilda nú í 22:00 ferðina frá Landeyjahöfn.
 
 
 
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.