Lof vikunnar fær Leikfélag Vestmannaeyja

Metnaðarfullt blað um 100 ára starf LV

3.Júlí'11 | 16:39
Eins og stendur í formála blaðsins sem Leikfélag Vestmannaeyja gaf út á dögunum, þá er það mikið afrek að áhugaleikhús skuli geta starfað í heil 100 ár. Blaðið fer yfir sögu Leikfélags Vestmannaeyja í eina öld.
Blaðið er einstaklega líflegt, litríkt og skemmtilegt aflestrar. Þarna eru viðtöl við helstu leikara og leikstjóra, unga sem aldna, sem hafa á einhverjum tímapunkti látið að sér kveða innan Leikfélags Vestmannaeyja. Ásamt viðtali við flottustu búningakonurnar í bænum ef ekki hreinlega á landsvísu og fleiri skemmtilegum staðreyndum um leikfélagið.
 
Við hjá eyjar.net fengum að kíkja í blaðið þar sem það kom glóðvolgt úr prentun. Blaðið verður borið út á næstu dögum og hvetjum við alla til að láta það ekki fram hjá sér fara.

Leikfélag Vestmannaeyja

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.