Hildur Sólveig formaður Fræðslu- og menningarráðs

Goslokahátíðin 2011 formlega sett

2.Júlí'11 | 02:19
Um 400 manns á öllum aldri voru í kvöld á tónleikunum „Óður til Oddgeirs“ í Höllinni í Vestmannaeyjum. Úrval tónlistarmanna flutti lög í kvöld til heiðurs Oddgeirs Kristjánssonar sem hefði orðið 100 ára á þessu ári. Goslokin voru formlega sett af Hildi Sólveigu Sigurðardóttur, sem er formaður Fræðslu- og menningarráðs.
 
Þann 3. júlí 1973 lauk gosinu og því 38 ár liðin frá goslokunum. Hildur Sólveig sagði skemmtilega frá í ræðu sinni um hennar fyrstu upplifiun af Vestmannaeyjum. "Ég var rúmlega 11 ára gömul þegar ég fluttist nauðbeygð búferlum með móður minni til Vestmannaeyja. Tilhugsunin um að flytjast hingað var mér gífurlega erfið. Hver flytur eiginlega á eldfjallaeyju? Martraðir á martraðir ofan um ógnarelda Heimaeyjar héldu fyrir mér vöku fyrstu vikurnar og mánuði eftir að hingað var komið. Það var ekki fyrr en kærkominn grunnskólakennari hughreysti mig og fullvissaði mig um að hér væri ég jafnörugg og hvar annars staðar. Orð hennar voru jú orð að sönnu og meira til, hér er yndislegt að vera", segir Hildur. 
 
Einnig benti Hildur réttilega á þetta gífurlega hugrekki sem einkenndi fólkið er sneri hingað aftur, eða jafnvel aldrei fór væri ástæða þess að við stöndum öll hér í dag. "Það er í raun ótrúlegt til þess að hugsa að bærinn sem var sem svört eyðimörk þegar leið á gosið, var að miklu leyti orðinn hreinn í lok ágúst. Þessi óbilandi elja eyjaskeggja er einmitt kjarni þess sem goslokahátíðin stendur fyrir", segir Hildur.
 
Goslokalagið var svo frumflutt í kjölfarið eftir setningu hátíðarinnar af hljómsveitinni Dans á Rósum með smá viðbót af mannskap með sér.
 
Eyjar.net kíkti á nokkra staði í bænum og var gífurleg stemning hvar sem komið var. Vinaminni bauð uppá trúbadora tríóið DAS, sem samanstendur af þeim Davíð Arnórssyni, Atla Þór Albertsyni og Sigurði Árnasyni. Hjörtur Lyngdal Stefánsson var þeim innan handar og var virkilega notalegt að sitja og hlusta á þessa herramenn spila ljúfa tóna. Hlöðuballið sem er að festa sig í sessi á Goslokum stóð undir nafni og var fólk í góðum gír að dansa við skemmtileg lög Obbosí. Dj Atli sá svo um að þeyta skífum á Volcano café. Ekki hægt að segja annað en það sé eitthvað við allra hæfi!
 
Hægt er að finna nokkrar myndir frá föstudagskvöldi hátíðarinnar í myndasafninu okkar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.