Goslokahátíð 2011 - Sunnudagur

Goslokahátíðinni lýkur á morgun

1.Júlí'11 | 00:30
Goslokahátíðin fór vel af stað í gær fyrir utan smá eril hjá lögreglu í nótt. Það stytti upp er líða tók á kvöldið og lægði einnig. Aðalfjörið er samt eftir í kvöld en þá safnast fólkið saman í Skvísusundinu. Það var gaman að sjá að fólkið var ekki að láta veðurfarið hafa áhrif á skemmtunina og voru margir klæddir til að takast á við hvaða veðráttu sem er á Hlöðuballinu. Veðrið hefur ekki verið neitt sérlega skemmtilegt í dag, mikil rigning og nokkuð hvasst. Spáin á morgun er austan 8-15 m/sek, hvassast með suðurströndinni. Rigning með köflum.
 
Dagskrá Goslokahátíðar Sunnudaginn 3. júlí
Landakirkja
Kl. 11.00 Göngumessa frá Landakirkju - Gengið að krossinum og endað í Stafkirkjunni á Skansinum.
 
Dæluhúsið á Skansinum
Kl. 12.30 Stefán Jónasson og fleiri segja sögu vatnsveitunnar m.m.
 
Vinaminni
Kl. 15.00 Nýr bolli gefinn út, Bólstaðarhlíð er stóð við Heimagötu 39.
 
Bæjarleikhúsið
Kl. 17.00 Innrásarvíkingarnir - „Stand up“ skemmtun. Bergvin Oddsson, Óskar Pétur Sævarsson og Rökkvi Vésteinsson.
Aðgangseyrir kr. 1500
 
ATHUGIÐ! Skipuleggjendur áskilja sér rétt til breytinga á dagskrá

goslok

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%