Breytt áætlun Herjólfs 1. júlí

Breytingar á ferðum Herjólfs í dag vegna veðurs

1.Júlí'11 | 15:29

Herjólfur

Ferðir Herjólfs frá Vestmannaeyjum klukkan 14:30, ásamt ferðinni sem áætluð var frá Landeyjahöfn klukkan 16:00 hafa verið felldar niður vegna veðurs og ölduhæða
Þeir farþegar sem eiga bókað frá Eyjum klukkan 14:30 færast yfir í ferðina klukkan 17:30. Farþegar sem eiga bókað klukkan 16:00 frá Landeyjahöfn komast með ferjunni til Eyja klukkan 19:00, en farartæki þeirra verða flutt til Vestmannaeyja um leið og pláss er fyrir þau.
 
Bílar bókaðir í ferðina frá Landeyjahöfn klukkan 16:00 eiga ekki forgang yfir þá sem bókaðir voru í ferðina klukkan 19:00.
 
Velvirðingar er boðist á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
 
 

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.