Goslokahátíð 2011 - Föstudagurinn

Eitthvað fyrir alla á Goslokum

30.Júní'11 | 23:58

goslok

Metnaðarfull dagskrá liggur fyrir á Goslokahátíðinni 2011. Hún er það fjölbreytt að allir ættu að finna sér eitthvað við hæfi að gera þessa líka skemmtilegu helgi.
Dagskrá Goslokahátíðar Föstudaginn 1. júlí
Ráðhús Vestmannaeyja
Kl. 9.00 Fánar goslokahátíðarinnar dregnir að húni.
 
Athena gallerý
Kl. 10.00 Handverksmarkaður Sigurbjargar Kristínar Óskarsdóttur að Kirkjuvegi 15 Eyjabúð.
 
Kl. 10.00 Hún rís úr sumarsænum – handverksmarkaður og sýning Berglindar Kristjánsdóttur og Sigríðar Ingu Kristmannsdóttur í Eyjabúð.
 
Golfklúbbur Vestmannaeyja
Kl. 10.00 Volcano Open
og 18.00 - Keppendur mæta í skála klukkustund fyrir ræsingu.
 
Útisvæði Sundlaugarinnar
Kl. 13-15 Tríó Þóris Ólafssonar leikur á sundlaugarbakkanum.
 
Svölukot
Kl. 14-20 Handverksmarkaður snjallra Eyjamanna - Jóhanna Lilja, Jónína Hjörleifsdóttir, Soffía Hjálmarsdóttir, Jóna Heiða Sigurlásdóttir, Oddný Bára Ólafsdóttir, Elísabet H. Sigurjónsdóttir, Elín  Jóhannsdóttir, Helena Jónsdóttir, Elva Birgisdóttir, Kristján Egilsson, Anna Guðný Laxdal og fl.
 
Anddyri Safnahús
Kl. 16.00 Opnun á ljósmyndasýningu Sigríðar Högnadóttur.
Kl. 16.00 Opnun á málverkasýningu Jakobs Erlingssonar.
 
Eldheimar
Kl. 17.00 Ganga upp að gíg - Gönguferð frá Eldheimum upp að gíg undir leiðsögn Svavars Steingrímssonar.
 
Höllin
Kl. 19.00 Úrval úr matarkistu Eyjanna - Hið vinsæla hlaðborð Einsa Kalda. Verð 4.900 kr. Borðapantanir í síma 698-2572 og 481-3200.
Kl. 21.00 Tónleikarnir „Óður til Oddgeirs“ - Hildur Sólveig Sigurðardóttir formaður Fræðslu –og
menningarráðs setur goslokahátíðina 2011 - Úrval tónlistarmanna flytja lög Oddgeirs Kristjánssonar sem hefði orðið 100 ára á þessu ári. - Goslokalagið frumflutt.
 
Vinaminni
Kl. 21.00 Das-tríó - Davíð, Atli og Siggi, flytja tónlist frá öllum heimshornum auk uppistands.
 
Café Varmó
Kl. 21.00 Trúbadorastemning með Hjálmari Má Kristinssyni úr Reynistaðarættinni. Eyjalögin í forgrunni.
 
Kaffi kró
Kl. 23.30 Hlöðuball með Obbósí
Skemmtistaða-Hringurinn opinn fram á morgun: Volcano Café ( DJ Atli ) - Lundinn - Prófasturinn - Conero - Kaffi Kró - Pizza 67.
 
ATHUGIÐ! Skipuleggjendur áskilja sér rétt til breytinga á dagskrá.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.