Lof vikunnar fær Herminator Invitational

Lýtur út fyrir að hafa safnast meira en síðustu ár

29.Júní'11 | 08:29
Lof vikunnar að þessu sinni fær góðgerðar golfmótið Herminator Invitational sem eyjapeyjinn Hermann Hreiðarsson stendur bakvið. Eyjar.net heyrði í Rúti Snorrasyni sem hefur haft yfirumsjón með mótinu síðastliðin 3 ár. 
 
Alls tóku þátt 88 manns og lék veðrið við golfarana á þessum fallega laugardegi hér á eyjunni fögru. „Þetta litríka og skemmtilega mót er farið að festa sig í sessi og það er virkilega ánægjulegt“, segir Rútur. Aðalmarkmiðið er að safna eins hárri upphæð og við mögulega getum. Eins og staðan er núna þá lýtur út fyrir að það hafi safnast meira en síðustu ár og erum við að sjálfsögðu í skýjunum með það.
 
Þeir sem munu njóta góðs af upphæðinni sem safnaðist þetta árið eru: Blátt áfram, Umhyggja, Mæðrastyrksnefnd, Barnaspítali Hringsins, Barnahugur hér í Vestmannaeyjum. SOS barnaþorp fá svo alltaf ákveðna upphæð í einhver sérverkefni sem þau standa bakvið hverju sinni.
 
„Það var virkilega góð stemning á mótinu og er alltaf jafn gaman að taka þátt í að gera þetta að veruleika“, segir Rútur að lokum hress í bragði.
 
ATHUGIÐ! Það er enn hægt að styrkja þetta frábæra málefni með því að hringa í síma: 907-1010 og kostar símtalið 1000 krónur!
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.