Herminator Invitational

Góða veðrið gerði þetta að sjálfsögðu skemmtilegra

29.Júní'11 | 17:01
Góðgerðargolfmótið Herminator Invitational sem eyjapeyjinn Hermann Hreiðarsson stendur bakvið var haldið með pompi og prakt laugardaginn 25. júní. Eyjar.net heyrði í Rúti Snorrasyni sem hefur haft yfirumsjón með mótinu síðastliðin 3 ár.
Alls tóku 88 manns þátt og lék veðrið við golfarana hér á eyjunni fögru. „Þetta litríka og skemmtilega mót er farið að festa sig í sessi og það er virkilega ánægjulegt“, segir Rútur. Aðalmarkmiðið er að safna eins hárri upphæð og við mögulega getum. Eins og staðan er núna þá lýtur út fyrir að það hafi safnast meira en síðustu ár og erum við að sjálfsögðu í skýjunum með það. Aðalstyrktaraðilinn er Rolf Johansen sem eru með umboð fyrir Soccerade hér á Íslandi. Einnig koma 365 miðlar sterkir inn og verður til dæmis sýnt frá mótinu á Stöð 2 sport.
 
 
„Maður stefnir auðvitað alltaf á að gera enn betur, betur má ef duga skal“, segir Rútur. Það vekur að sjálfsögðu alltaf meiri athygli ef að einhverjir þekktir, erlendir einstaklingar taka þátt. Enski markvörðurinn David James var búinn að boða komu sína en hætti við á síðustu stundu. Annars höldum við okkur við ákveðin kjarna af fólki, með blöndu af þekktum einstaklingum á Íslandi og svo reynum við að fá einhverja af erlendu bergi brotnu til að kynna land okkar og þjóð.
 
 
Búningakeppnin er eitt af því sem gefur mótinu skemmtilegan sjarma. Oft er mikill metnaður í mönnum að vinna verðlaunin fyrir flottasta búninginn og er þetta eftirsóknarverður titill. Þetta árið vann Eiður Smári verðlaunin og var búningurinn hreint út sagt ótrúlegur að mati Rúts.
 
 
„Verðlaunaafhendingin er líka skemmtilegur liður í mótinu. Það eru veitt verðlaun fyrir bestu og lélegustu sveifluna, hver er best klæddur og verst klæddur, ásamt því að jákvæðasta liðið er valið. Jafnframt eru aðalverðlaunin fyrir sameiginlega besta skorið og besta leikmanninn“, segir Rútur. Eins og áður sagði þá var Eiður Smári best klæddur og verst klæddur var Valdimar Kristófersson. Gústaf Bjarnason handboltakappi var með lélegustu sveifluna á mótinu. Þetta er allt gert til þess að hafa gaman af og hefur komið vel út. Jákvæðasta liðið, sem spiluðu saman í holli, voru þeir Gústaf Bjarnason og Örvar Guðmundsson ásamt Gilzenegger og Gazman.
 
 
Sigurvegarar Herminator 2011 voru þeir Þórhallur Sverrisson leikari og Ingi Fannar Eiríksson sem unnu á nokkuð sannfærandi hátt. Besti leikmaðurinn er alltaf valinn af Hemma sjálfum og þá er tekið tillit til spilamennsku, karakters og almennum skemmtilegheitum og vann Magnús Scheving þann titil í ár.
 
 
Þetta er góðgerðarmót og þeir sem munu njóta góðs af upphæðinni sem safnaðist þetta árið eru: Blátt áfram, Umhyggja, Mæðrastyrksnefnd, Barnaspítali Hringsins, Barnahugur hér í Vestmannaeyjum. SOS barnaþorp fá svo alltaf ákveðna upphæð í einhver sérverkefni sem þau standa bakvið hverju sinni.
 
 
Við erum að sjálfsögðu stoltir af því að geta haldið þetta í Vestmannaeyjum, á okkar heimaslóðum og er þetta klárlega mjög góð kynning fyrir Vestmannaeyjabæ. „Það er því von mín að fá enn betra samstarf við Vestmannaeyjabæ og Golfklúbbinn“, segir Rútur. Þetta mót er orðin árviss atburður og fengum við til dæmis gríðarlega jákvæða umfjöllun þegar Sol Campell kom og spilaði. Þetta er því flott lyftistöng fyrir bæjarfélagið og vonandi getum við haldið áfram að gera þetta að enn flottari viðburð með sameiginlegu átaki. „Það var virkilega góð stemning á mótinu og er alltaf jafn gaman að taka þátt í að gera þetta að veruleika“, segir Rútur að lokum hress í bragði.
 
 
Uppboðið í ár var í flottari kantinum. Boðnar voru upp treyjur frá Gerrard – Liverpool, Rooney – Manchester United, John Terry – Chelsea og Fabregas – Arsenal. Einnig var hægt að bjóða í veiði í Kjós og uppistand með Steinda Jr. Sigurdís Arnarsdóttir gaf listaverk til uppboðsins. Einnig var listaverk eftir alþýðulistamann Eyjanna Sigga Valló, listaverk eftir Finn teiknikennara og að lokum listaverk sem að börn á Barnaspítala Hringsins útbjuggu sem kallast Góðhendur.
 
 
ATHUGIÐ! Það er enn hægt að styrkja þetta frábæra málefni með því að hringa í síma: 907-1010 og kostar símtalið 1000 krónur!
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.