Dagbók lögreglunnar

Tvö fíkniefnamál komu til kasta lögreglu í byrjun síðustu viku

Helstu verkefni frá 13. til 20. júní 2011

21.Júní'11 | 11:10

Lögreglan,

Lögreglan hafði í mörg horn að líta í síðustu viku en óvanalega mikið af slysum voru tilkynnt til lögreglu. Þá var nokkuð að snúast í kringum skemmtistaði bæjarins í vikunni enda frídagar margir í vikunni.
 
Tvö fíkniefnamál komu til kasta lögreglu í byrjun þessarar viku, en lögreglan hafði afskipti af tveimur einstaklingum vegna gruns um að þeir væru með fíkniefni meðferðis. Farið var í þrjár húsleitir í tengslum við rannsóknina og fundust um 7-8 gr. af kannabisefnum ásamt áhöldum til neyslu fíkniefna. Þá fannst nokkuð magn af peningum sem grunur leikur á að hafi verið notað til fíkniefnaviðskipta. Í öðru tilvikinu er um að ræða sama aðila og í fyrri viku þ.e. ungan mann á sextánda ári en í hinu tilvikinu er um að ræða mann á fertugsaldri sem hefur ekki áður komið við sögu lögreglu varðandi fíkniefnamisferli. Málin teljast að mestu upplýst.
 
Einn þjófnaður var kærður í síðust viku en um er að ræða þjófnað á fjórum björgunarvestum úr bílskúr að Kirkjubæjarbraut 10. Um er að ræða tvö gul vesti, eitt rautt og eitt blátt. Er talið að þjófnaðurinn hafi átt sér stað á tímabilinu frá 10. júní til 16. júní. Eru þeir sem einhverjar upplýsingar hafa varðandi þjófnaðinn beðnir um að hafa samband við lögreglu.
 
Tvö vinnuslys voru tilkynnt lögreglu í vikunni og áttu þau bæði sér stað í Vinnslustöðinni þar sem tveir 16 ára drengir slösuðust. Annar drengjanna flækti hanska í færibandi með þeim afleiðingum að hann handleggsbrotnaði en hinn lenti með vinstri hendi í snúningshjóli á lyftara þannig að fremsta kjúkan á litla fingri skaddaðist illa.
 
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni og í tveimur þeirra var um minniháttar óhapp að ræða og engin slys á fólki. Þriðja atvikið átti sér stað á Strandvegi þann 14. júní sl. þar sem maður á bifhjóli féll í götuna þegar hann var að koma í veg fyrir slys. Ökumaður bifhjólsins slasaðist á fæti og var eftir skoðun á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja fluttur með sjúkraflugi á sjúkrahús í Reykjavík.
 
Lögreglan hvetur ökumenn að fara varlega í umferðinni næstu daga þar sem búast má við töluverðum fjölda gangandi og akandi vegfarenda í tengslum við Shellmótið sem hefst núna í vikunni.
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%