Gleðilega þjóðhátíð

17.Júní'11 | 08:57
Hér fyrir neðan má lesa dagskrá 17.júní hátíðarinnar sem er fjölbreytt að vanda.
Kl. 09.00 Fánar dregnir að húni í bænum.
 
 
Kl. 10.30 Hraunbúðir
Fjallkonan – Gíslína Dögg Bjarkadóttir flytur hátíðarljóð.
Tónlistaratriði – Karlakórinn Stuðlar.
 
Kl. 15.00 Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur fyrir vistmenn og hátíðagesti.
 
 
Kl. 13.20 Safnast saman við Íþróttamiðstöðina fyrir skrúðgöngu.
Kl. 13.30 Gengið frá Íþróttamiðstöðinni niður Illugagötu og Hásteinsveg að Stakkó. Félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur fyrir göngunni. Fánaberar úr Skátafélaginu Faxa leiða gönguna ásamt Leikfélagi Vestmannaeyja og fleirum.
 
 
Kl. 14.00 Hátíðardagskrá á Stakkagerðistúni.
Formaður bæjarráðs Páley Borgþórsdóttir setur hátíðina og flytur hátíðarræðu.
Fjallkonan – Gíslína Dögg Bjarkadóttir flytur hátíðarljóð.
Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur.
Ávarp nýstúdents. Sigrún Bryndís Gylfadóttir.
Fimleikasýning fimleikafélagsins Ránar.
Karlakórinn Stuðlar.
Söngatriði frá Hvítasunnukirkjunni. Þóra Gísla og band, Einar og Eva Dögg, Maríanna Másdóttir og fleiri.
Leikfélag Vestmannaeyja. Andlitsmálun, leikir, glens og gaman.
Félagar úr Hvítasunnukirkjunni stjórna sápufótbolta og hringjakasti.
CrossFit-áskorun fyrir alla fjölskylduna. Keppni í krafti.
Kynnir: Ævar Örn Kristinsson.
 
 
Kl. 17.00 Safnaðarheimili Landakirkju
Opnun á sýningu á verkum Axels Einarssonar frá Garðhúsum (1896-1874) í eigu bæjarbúa. Haldin í tilefni af komu Soffíu Axelsdóttur Vigmo, dóttur Axels til Vestmannaeyja. Soffía er fædd í Einarshöfn 1923. Dótturdóttir Axels, Sylvi Vigmo, fjallar um listamanninn á íslensku.
 
 
Kl. 18.00 Einarsstofa í anddyri Safnahúss
Opnun á sýningu á samevrópskri listaverkaseríu. Graz – Varsjá - Vestmannaeyjar
Stefan Gletter og Petra Schweifer hafa sl. mánuði daglega sent listaverk sín á póstkortum til Austurríkis, Póllands og Íslands. Öll löndin standa svo fyrir sýningum verkanna og nú er komið að Íslandsýningunni í Vestmannaeyjum.
 
 
Kl. 20:00 Vakningarsamkoma í Hvítasunnukirkjunni
Í tilefni af því að 90 ár eru liðin frá upphafi Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi höldum við sumarmót á upphafsstaðnum, Vestmannaeyjum. Ræðumaður: Vörður Traustason.
 
Kl. 23:00 Tónleikar unga fólksins í Hvítasunnukirkjunni
Júníus Meyvant, Maríanna Másdóttir, Þóra Gísla og band, Jenný Guðna, Eva Country og Einar Winter.
 
 
 
Þjóðhátíðargestir athugið !
 
Kvenfélagið Líkn verður með veitingasölu á Fjólunni frá kl. 14.00.
 
Sundlaug Vestmannaeyja er opin 10.00 – 13.00 17. júní.
 
Fiska – og náttúrugripasafnið opið 11.00 – 17.00
 
Surtseyjarstofa opið 11.00 – 17.00
 
Listasýningar í SAFNAHÚSI og SAFNAÐARHEIMILI eru opnar:
laugardag og sunnudag kl. 14.00 – 18.00
 
Ribsafari býður kynningarferðir á vægu verði
Sígildar Vikingtours ferðir kl. 11.00 og 15.30
 
Verði veður ekki hagstætt flyst auglýst dagskrá inn í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyjabæjar, það yrði auglýst sérstaklega í hádegisútvarpi þann 17. júní.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).