Annað vinnuslysið í Vinnslustöðinni á tveimur dögum

16.Júní'11 | 07:54

VSV vinnslustöðin

Maður klemmdi fingurinn í lyftara í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja en talið er að fingurinn sé brotinn. Þetta er í annað skiptið á tveimur dögum sem vinnuslys verður í Vinnslustöðinni.
Í gær festi maður hendina á sér í færibandi og handleggsbrotnaði. Brotið leit betur á en á horfðist í fyrstu og var ekki það slæmt að það þurfti að senda hann til Reykjavíkur.

Varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum segir að það sé tilviljun að tvö vinnuslys verði með svo skömmu millibili. „Þetta er bara óheppni,“ segir hann.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is