Uppfylltu ekki lögskráningu

14.Júní'11 | 12:13
Áhöfn Rib-Safari var meinað að sigla til Landeyjahafnar frá Vestmannaeyjum með farþega sökum skorts á tilskildum leyfum. Hermann Guðjónsson, siglingamálastjóri, segir að samkvæmt lögum er tóku gildi 1. nóvember síðast liðinn skulu áhafnir farþegabáta vera lögskráðar en í þessu tilfelli var áhöfn Rib-Safari ekki lögskráð.
Aðdraganda þessa máls má rekja til vélabilunar í Herjólfi og ætluðu starfsmenn Rib-Safari að ferja farþega til lands frá Eyjum.

„Áður en farið er á sjó þarf að skrá áhöfnina á skipið. Áður fyrr var það gert hjá sýslumönnum en nú geta menn gert þetta sjálfir og er það fyrst og fremst til að það séu menn með réttindi sem manna bátanna,“ segir Hermann og bendir á að þessum bátum sé einungis ætlað að sigla um Vestmannaeyjar en ekki milli lands og Eyja. „Kjarni málsins er sá að þeir hafa einfaldlega ekki leyfi til að sigla milli lands og Eyja og öll skip sem flytja farþega þurfa að lúta ákveðnum kröfum,“ segir Hermann.

„Það er á ábyrgð bæði farþeganna og útgerðarinnar ef að menn eru að sigla með farþega án farþegaleyfis og ólögskráðir. Lögskráningakerfið er til að tryggja að skipið sé með haffæri, hvort að bæði áhöfn og farþegar séu tryggðir, áhöfn sé með réttindi og að skipið sé fullmannað,“ segir Helgi Jóhannesson lögmaður hjá Siglingastofnun.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.