Siglingastofnun leyfði ekki siglingar um Landeyjahöfn

14.Júní'11 | 08:22
Siglingastofnun neitaði að gefa leyfi fyrir því að skip á vegum ferðaþjónustufyrirtækis myndi sigla um Landeyjarhöfn þegar Herjólfur bilaði í gær. Unnið hefur verið að viðgerðum skipsins í nótt og er viðgerðum lokið.
Vandræðaástand skapaðist þar sem sumir hverjir höfðu farið í dagsferð til Vestmannaeyja og komust ekki til baka vegna bilunar Herjólfs. Þá afréðu eigendur fyrirtækisins Rib-Safari að flytja farþega til meginlandsins í góðri trú um að leyfi fengist til að leggja að höfninni. Þess að auki fór björgunarbáturinn Þór til meginlandsins með 20 farþega, en önnur skip hafa einnig verið nýtt til þess að koma fólki heim á leið.
 
„Ég spurði hvort það væru einhverjar ferðir og mér var sagt nei en konan var svolítið skrítin á svipinn og ég sagðist halda að það hlytu að vera einhverjar ferðir, þá ýtti hún til mín miða og sagði „Það eru engar ferðir". Ég sá símanúmer á miðanum og hringdi í það númer. Það virkaði vel, ég komst um borð þannig að þetta var bara stórfínt,“ hefur fréttastofa RÚV eftir Sigurbirni Árna Arngrímssyni.
 
Sigurbjörn fór að sögn fréttastofu með Rib-Safari skipinu. En á leiðinni var fyrirtækinu skýrt frá því að skipi Rib-Safari væri ekki heimilt að leggja að Landeyjarhöfn.
 
„Herjólfur bilaður, fullt af fólki strandaglópar hér í Vestmanneyjum, fullt af fólki í vandræðum uppi á landi sem þurfti að komast heim í vinnu og annað slíkt. Þar vildum við geta komið inn og leyst málin en þeir bara standa í vegi fyrir okkur," hefur RÚV eftir Snorra Jónssyni, öðrum eiganda fyrirtækisins, en hann var mjög ósáttur með ákvörðun Siglingastofnunar.
 
Enn eru all nokkrir strandaglópar í Eyjum en vonast er til þess að Herjólfur verði kominn í samt horf seinna í dag og geti hafið áætlaðar siglingar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.