Loftið hefur verið einkavætt

Haraldur Pálsson skrifar

14.Júní'11 | 11:24

Halli páls

Þann 10.júní rétt fyrir klukkan níu var lagt fyrir lagafrumvarp þess efnis að kvótakerfi skyldi tekið upp í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Frumvarpið var samþykkt með 38 atkvæðum, en enginn þingmaður greiddi atkvæði gegn því. Kvótana munu þau fyrirtæki öðlast sem mengað hafa undanfarin ár, án aukins tilkostnaðar því hér er um svokallaðan „gjafakvóta“ að ræða eins og vinstrimenn hafa komist að orði. Þó það hafi vissulega ekkert verið gefins að standa í þeim rekstri sem hvert mengandi fyrirtæki stundar.
Kvótarnir munu verða framseljanlegir – og það sem meira er – þeir munu verða framseljanlegir um alla Evrópu. Því má búast við því að mengunarkvótar muni innan fárra ára verða margfalt verðmætari en t.d. fiskveiðikvóti. Eftir nokkur ár munu einhverjir einstaklingar selja þessa kvóta hér landi og eflaust hagnast gríðarlega. Væntanlega munu þeir þá vera kallaðir „loftgreifar“. En þeir munu þá væntanlega hafa hagnast vel á einni af „þjóðareign“ okkar íslendinga – loftinu –án þess að hafa nokkuð þurft að greiða fyrir það árið 2011.
 
Það er nokkuð merkilegt að fylgjast með þeirri hræsni sem í þessu er fólgin. Að völdum situr ríkisstjórn, sem er undir forystu sama fólksins og setti á kvótakerf í sjávarútvegi, fyrir um 27 árum síðan.
 
Þessi sama ríkisstjórn, sem sífellt stagast á því að hún hafi vilja fólksins á bak við sig til að koma auðlindum landsins í „eigu þjóðarinnar“, hefur núna búið til framseljanlega kvóta úr ekki ómerkilegri auðlind en loftinu. Loftið er því komið í hendur einkaaðila á Íslandi. Þannig að hver sá sem hyggst stofna fyrirtæki sem mengar andrúmsloftið þarf að byrja á að kaupa mengunarkvóta af einhverju þeirra fyrirtækja sem fyrir eru. (Nema viðkomandi sé við strönd, þá gæti hann hugsanlega fengið „strandmengunarkvóta“ eftir nokkur ár).
 
Núna í dag stefnir sama ríkisstjórn og ákvað að einkavæða loftið í gær, að því að gera stórtækar breytingar á algjörlega sambærilegu kerfi í sjávarútvegi. Er þetta ekki hámark hræsninar?
 
Haraldur Pálsson
 
Hagfræðinemi við Háskóla Íslands

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.