Strandaglópar í Vestmannaeyjum

13.Júní'11 | 18:18

Herjólfur

Nokkur fjöldi fólks er nú fastur í Vestmannaeyjum en Herjólfur siglir ekki fleiri ferðir í dag vegna bilunar í annarri aðalvél ferjunnar. Sigurmundur Einarsson, sem rekur ferðaþjónustuna Viking Tours í Eyjum, segir margt fólkið eiga að mæta til vinnu á morgun í sinni heimabyggð.

Fram kemur á vef Eimskipa að unnið verði að viðgerð á Herjólfi í kvöld og nótt. Þá segir að reiknað sé með því að siglingar hefjist aftur samkvæmt áætlun í fyrramálið.

Sjálfur á Sigurmundur farþegaskip sem taki 50 manns og tæki tuttugu mínútur að sigla til Landeyjahafnar. Það sé hins vegar aðeins Herjólfur sem hafi heimild til að sigla þangað og því hafi hann þurft að vísa frá strandaglópum sem hafa grennslast fyrir um ferðir hjá honum í land.

„Þú getur rétt ímyndað þér það,“ segir Sigurmundur aðspurður um hvernig hljóðið sé í fólki sem sitji fast í Vestmannaeyjum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.