Strandaglópar í Vestmannaeyjum

13.Júní'11 | 18:18

Herjólfur

Nokkur fjöldi fólks er nú fastur í Vestmannaeyjum en Herjólfur siglir ekki fleiri ferðir í dag vegna bilunar í annarri aðalvél ferjunnar. Sigurmundur Einarsson, sem rekur ferðaþjónustuna Viking Tours í Eyjum, segir margt fólkið eiga að mæta til vinnu á morgun í sinni heimabyggð.

Fram kemur á vef Eimskipa að unnið verði að viðgerð á Herjólfi í kvöld og nótt. Þá segir að reiknað sé með því að siglingar hefjist aftur samkvæmt áætlun í fyrramálið.

Sjálfur á Sigurmundur farþegaskip sem taki 50 manns og tæki tuttugu mínútur að sigla til Landeyjahafnar. Það sé hins vegar aðeins Herjólfur sem hafi heimild til að sigla þangað og því hafi hann þurft að vísa frá strandaglópum sem hafa grennslast fyrir um ferðir hjá honum í land.

„Þú getur rétt ímyndað þér það,“ segir Sigurmundur aðspurður um hvernig hljóðið sé í fólki sem sitji fast í Vestmannaeyjum.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.