Glæsilegur og óvæntur sigur hjá Guðjóni Henning í Eyjum

13.Júní'11 | 13:18

golfklúbbur Vestmannaeyja

Guðjón Henning Hilmarsson, kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, lék frábærlega í Eyjum í dag og tryggði sér óvæntan sigur á Egils Gull-mótinu á Eimskips-mótaröðinni. Guðjón lék á 65 höggum, fimm undir pari, á lokahringnum og varð tveimur höggum á undan Stefáni Má Stefánssyni.
Þetta er fyrsti sigur Guðjóns á Eimskips-mótaröðinni og reiknuðu fáir með að hann yrði í toppbaráttu. Guðjón, sem lauk leik á alls fjórum undir pari, var í fimmta síðasta ráshóp á lokahringnum og var því ekki í áþreifanlegri baráttu, augliti til auglitis, við keppinauta sína efst á skortöflunni, sem fóru síðastir út.
 
Bjarni Sigþór Sigurðsson úr Golfklúbbi Suðurnesja, sem var í næstsíðasta ráshópnum, hefði getað velgt Guðjóni undir uggum. Hann var á tveimur höggum undir pari þegar þrjár holur voru eftir, þar á meðal tvær par-5 holur. Bjarna fékk fugl á hvoruga þeirra og tapaði höggi á þeirri sautjándu - lék holurnar þrjár á einu höggi yfir pari, en Guðjón á tveimur undir.
 
Sömu sögu var að segja af Stefáni Má Stefánssyni. Hann fékk þrjá fugla á síðustu fjórum holunum, en það dugði ekki til sigurs. Stefán varð einnig í öðru sæti á fyrsta móti sumarsins, Örninn Golf-mótinu á Akranesi fyrir hálfum mánuði.
 
Guðjón lék fyrri hringinn í gær á 71 höggi, einu yfir pari, en lék langbest allra í dag. Næst besta hring dagsins náði Haraldur Franklín Magnús, sem kom inn á 68 höggum. Páll Theódórsson úr Kili var á 69, en fleiri léku ekki undir pari.
 
Guðjón Henning var tveimur höggum frá vallarmeti sem er í eigu Skagamannsins Helga Dan Steinssonar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.