Einvígi Ársins - Daði vs. Kári á fimmtudaginn

12.Júní'11 | 07:52
 
Í upphafi sumars 2010 háðu þeir Daði Guðjónsson og Kári Kristján Kristjánsson epískt körfuboltaeinvígi á Barnaskólalóðinni í Vestmannaeyjum. Spilað var eftir make-it/take-it fyrirkomulagi og þurfti 10 stig til að vinna leikinn. Kári byrðaji af miklum krafti og setti niður nokkur öflug stig sem Daði átti fá svör við.
Í stöðunni 7-3 bað Daði svo um lékhlé, lafmóður og þreyttur. En Kári hélt nú aldeilis ekki og sá sér gott til glóðarinnar, enda stutt í stigin 10. Hann sagði Daða að drulla sér á lappir og taka refsingu sinni eins og karlmanni sæmir. Daði virtist hins vegar tvíeflast við mótlætið og setti í kjölfarið niður hvert stigið af öðru. Þvílíkum hamförum fór Daði á lokasprettinum að hann breytti þessum svo til séð tapaða leik sér í hag, án þess að Kári ætti nokkur svör við og endaði sem sigurvegari með stöðuna 10-7.
 
Allar götur síðan leikur þessi var spilaður hefur Daði núið þessum ósigri Kára um nasir og hampað tölunum "10-7" upp í opið geðið á honum við hvert einasta tækifæri. Kári hefur nú fengið sig fullsaddan á mótlætinu og hefur skorað á Daða í rematch í sumar.
 
Kjartan Ólafsson Vídó hefur tekið að sér að undirbúa Kára Kristján andlega og líkamlega fyrir þennan leik, á meðan Hannes Kristinn Eiríksson hefur tekið að sér þjálfun Daða fyrir einvígið. Dómari einvígisins verður Andri Hugo Runólfsson.
 
Einvígi Ársins fer fram á Barnaskólalóðinni í Vestmannaeyjum að kvöldi 16. júní 2011 klukkan 21:00 og eru allir velkomnir að mæta, fylgjast með og kvetja sinn mann til dáða.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.