Hvatning til bæjarfulltrúa

Tryggvi Már Sæmundsson framkvæmdastjóri ÍBV skrifar

10.Júní'11 | 15:05

Þjóðhátíð

Nú er fyrsta stóra ferðahelgi ársins hafin og er búist við að rúmlega 2000 manns sæki Vestmannaeyjar heim í tengslum við Pæjumót TM. Þá er ótalið það fólk sem kemur um helgina vegna annara viðburða. ÍBV leggur mikið á sig til þess að gestum líði sem best á meðan dvöl þeirra stendur og fari héðan með góðar minningar. 

Hinsvegar er ekki hægt að ráða við allt og þannig er það með blessað veðrið. Síðustu tvær nætur hafa verið vindasamar í Eyjum og þeir fjölmörgu sem að hafa komið með vagna eða tjöld til að búa í, hafa lent í vandræðum.

Það sem að ég óttast eftir að hafa hlustað á lýsingar fólks sem gisti tjaldssvæði Vestmannaeyjabæjar er að þetta fólk komi hreinlega ekki aftur til Eyja eftir að hafa lent í slíkum og þvílikum hremmingum sem dvöl á tjaldstæðinu sannarlega var síðustu tvær nætur.

Ég var á ferðinni fram á nótt í gær og skoðaði svæðin nokkuð vel. Það verður að segjast eins og er, að versta ástandið á allri eyjunni, fyrir utan Stórhöfða,  var við Þórheimilið. Þar voru tugir tjaldvagna í gærkvöldi en flestir voru farnir þegar ég fór á stjá í morgun.

Einhverjir fengu inni í skólunum hjá félögum sem taka þátt í mótinu. Einnig opnuðum við Týsheimilið í gærkvöldi. Þá var ákveðið að opna Stakkó-ið fyrir tjaldvagna og fellihýsi. Enn aðrir fóru í Herjólfsdal þar sem ekki var eins hvasst.

Nú þegar aðalferðamannatíminn fer í hönd vil ég hvetja bæjarfulltrúa til að endurskoða staðsetningu tjaldstæðanna. Nú veit ég að búið er að kosta tölverðu til á svæðinu í kringum Þórsheimilið. Það eru hinsvegar lágar fjárhæðir í samanburði við það sem tapast á því að fólk fari héðan reglulega með tjónaðann viðlegubúnað og hugsar til þess með hryllingi hvernig dvöl þeirra var á tjaldstæðum Vestmannaeyjabæjar. Því miður er svæðið við Þórsheimilið eitt það versta sem völ var á, það vita þeir sem til þekkja á svæðinu. 

 

 

Tryggvi Már Sæmundsson

Framkvæmdastjóri ÍBV íþróttafélags

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.