Bæjarráð telur skerðingu á löggæslu í Vestmannaeyjum engan veginn boðlega í jafn stóru og öflugu samfélagi og Vestmannaeyjar eru

9.Júní'11 | 07:17

Lögreglan,

Nú liggur fyrir að vegna niðurskurðar og missi sértekna vegna sjúkraflutninga hefur embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum ekki lengur fjármagn til þess að tryggja íbúum Vestmannaeyja löggæslu allan sólarhringinn eins og verið hefur. Fyrir liggur að lögreglustjóri hefur boðað breytingu á vaktafyrirkomulagi lögreglunnar í Vestmannaeyjum á þann veg að hér verði ekki lögreglumenn á vakt á virkum dögum að nóttu til auk þess sem aðeins einn lögreglumaður verður á vakt að degi til um helgar.
Bæjarráð telur slíka skerðingu á löggæslu í Vestmannaeyjum engan veginn boðlega í jafn stóru og öflugu samfélagi og Vestmannaeyjar eru. Í bókun á fundi bæjarráðs þann 10. janúar sl. gerði bæjarráð þá kröfu á hendur innanríkis- og velferðarráðuneyti að ráðuneytin tryggðu gæði sjúkraflutninga og löggæslu auk þess sem óskað var eftir upplýsingum frá ráðuneytunum. Enn hafa engin svör borist Vestmannaeyjabæ og nú er svo komið að ekki er hægt að bíða lengur eftir svari. Það þarf vart að útskýra hversu alvarlegt það er að skilja jafn stórt bæjarfélag eftir án löggæslu á næturnar. Bæjarráð bendir á og óttast að afbrotum muni fjölga auk þess sem veruleg hætta er á að slysum fjölgi þar sem til að mynda ekkert umferðareftirlit verður á næturna á virkum dögum. Bæjarráð vekur athygli á því að einungis er um fjármagn upp á 10-12 milljónir að ræða til að tryggja fullnægjandi þjónustu.
 
 
Bæjarráð krefst þess að Innanríkisráðherra tryggi embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum það fjármagn sem þarf til þess að halda löggæslu í Vestmannaeyjum þannig að íbúunum sé tryggð fullnægjandi vernd og að löggæsla verði allan sólarhringinn í Vestmannaeyjum.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is