Vestmannaeyjahlaupið 10.september næstkomandi

8.Júní'11 | 15:16

skokk

Útihlaup virðist vera að slá í gegn þessa daganna og eru alltaf fleiri og fleiri sem nýta sér útihlaup til heilsueflingar á bæði sál og líkama.
Í eyjum er stór hópur hlaupara sem stundar útihlaup og hafa þó nokkrir m.a. tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu sem fer fram í ágúst ár hvert. Magnús Bragason hefur nú stofnað hóp á facebook þar sem að hlauparar í eyjum eru hvattir til að koma saman þann 10.september næstkomandi og hlaupa saman.
 
Settar hafa verið upp þrjár hlaupaleiðir og eru þær eftirfarandi:
5km: Íþróttahús, niður Hlíðarbrekku, austur Strandveg, upp Kirkjuveg, niður Spyrnubraut og Hamarsveg til austurs og upp Brekkugötu.
10 km:Íþróttahús, Herjólfsdalur, Hamarsvegur, beygja til vinstri við Höfðaból, fyrir austan Stapa, Hraunjaðar, Strandvegur, Hlíðarvegur og upp Brekkugötu.
21 km: Íþróttahús, Herjólfsdalur, Hamarsvegur, beygja til hægri við Höfðaból, Breiðabakki, inn Kinn hjá Sæfelli, að flugbraut og snúa við þar, fram hjá hesthúsi MK, fyrir austan Stapa, Hraunjaðar, Strandvegur til vesturs, út á Eyði,Strandvegur til austurs, upp Kirkjuveg, niður Heiðarveg beygja inn hásteinsveg og upp Hólagötu beygja til hægri, niður Illugagötu og upp Brekkugötu.
 
Hægt er að skrá sig til leiks með því að senda tölvupóst á maggibraga@simnet.is eða á facebook síðu hlaupsins.
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is