Lof vikunnar

Hallarbændur fá lof vikunnar fyrir flotta dagskrá síðustu viku

7.Júní'11 | 08:23
Í dag byrjum við á nýjum vikulegum hlut á eyjar.net en það er lof vikunnar. Vikulega ætlum við að hrósa einhverjum einstakling, félagi eða fyrirtæki fyrir eitthvað jákvætt og gott sem gert er og birta hér á vefnum okkar.
 
 
Höllin í Vestmannaeyjum fær Lof vikunnar að þessu sinni hjá Eyjar.net. Þeir Hallarmenn stóðu fyrir ótrúlega flottum mat, skemmtunum og tónleikum í þessari viku. Kristín Ósk Óskarsdóttir heyrði í Bjarna Ólafi sem var að vonum í skýjunum eftir velheppnaða helgi.

Tónlistarmenn í Eyjum stóðu að tónleikum í Höllinni  miðvikudagskvöldið 1. júní sem voru helgaðir því að í ár voru 100 ár frá fæðingu Oddgeirs Kristjánssonar. Báru þeir yfirskriftina „Vor við sæinn, minningartónleikar um Oddgeir". Allir sem komu að tónleikunum gáfu vinnu sína og var ákveðið að styrkja Hólmfríði Sigurpálsdóttur og Styrmi Gíslason sem urðu fyrir miklu tjóni þegar veggjatítla uppgötvaðist í húsi þeirra.
Þeir sem komu fram voru Lúðrasveit Vestmannaeyja, Stórsveit Vestmannaeyja, Stuðlar, Tríkot, Afrek, Hippabandið, Leikhúsbandið, Dans á rósum, Dólgarnir og Obbosí. Kynnir var Árni Johnsen.
 
Höllin kom myndarlega að verkefninu og sagði Daddi að það hefði verið frábær mæting. „Fólkið tók virkilega höndum saman til að styrkja Hófý og Stimma og var frábært að koma að þessu“, segir Daddi.
 
Föstudaginn 3. júní var svo blásið til stórtónleika með hljómsveitinni Todmobile. Þeir voru hreint út sagt magnaðir í alla staði. Hljómsveitin steig á svið um klukkan 23 og spilaði til 1.30 við mikinn fögnuð gesta Hallarinnar. Eyþór Ingi Gunnlaugsson kom inn í staðinn fyrir Eyþór Arnaldsson og var stórkostlegur á sviðinu. Þetta frábæra hljóðfæri ssem röddin hans er tónaði einstaklega vel við rödd Andreu Gylfa og var Alma Rut flott í bakröddunum. Hljóðfæraleikurinn var hreint út sagt frábær og kvöldið því algjört eyrnakonfekt. „Mætingin hefði mátt vera betri en allir sem komu voru mjög sáttir og það skiptir okkur að sjálfsögðu mestu máli“, segir Daddi.

Laugardaginn 4. júní var svo komið að Sjómannadagsballinu sjálfu. „Við vorum með um það bil 400 manns í mat og heppnaðist skemmtunin, ásamt borðhaldinu vel í alla staði“, segir Daddi. Matseðilinn samanstóð af sjávarréttahlaðborði annars vegar og steikarhlaðborði hins vegar. Daddi vildi koma því sérstaklega á framfæri að Einsi kaldi og allt hans fólk myndi alltaf leggja sig 150% fram í því sem þau tækju sér fyrir hendur og þar af leiðandi væri útkoman svona flott . Tríkot sá svo um að halda stuðinu gangandi langt fram á nótt.

Sunnudaginn 5. júní lokaði svo Höllinn helginni með borðhaldi ásamt tónleikum með þeim eðal herramönnunum Magnúsi og Jóhanni. Sem eru þekktir fyrir lög eins og: Ísland er land þitt. „Þetta setti einfaldlega punktinn yfir I-ið á þessari frábæru helgi. Við óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með helgina. Jafnframt viljum við Hallarmenn þakka eyjamönnum fyrir frábærar móttökur“, segir Daddi.

Þeir eru núna að hlaða batteríin eftir erilsama helgi en eru hvergi af baki dottnir. Pæjumótið er næstu helgi ásamt sjóstönginni hjá Sjóve. „Við sjáum um matinn fyrir Sjóve á sunnudaginn næstkomnandi og svo verður ball með Vinum Sjonna eftir miðnætti það kvöld“, við hlökkum til að sjá sem flesta segir Daddi að lokum. 

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.