Dagbók lögreglunnar

Ein líkamsárás var kærð eftir skemmtanahald helgarinnar

Helstu verkefni frá 30. maí til 6. júní 2011

6.Júní'11 | 14:02

Lögreglan,

Það var í mörg horn á líta hjá lögreglu í vikunni sem leið og þá sérstaklega um helgina enda sjómannadagshelgin og mikið um ýmiskonar uppákomur. Skemmtanahald helgarinnar fór ágætlega fram og án teljandi vandræða. Lögreglan þurfti samt sem áður að aðstoða fólk til síns heima sökum ölvunarástands þess. Þá var eitthvað um pústra en einungis ein líkamsárás var kærð til lögreglu. Einnig var eitthvað um kvartanir vegna hávaða frá samkvæmum.

Ein líkamsárás var kærð eftir skemmtanahald helgarinnar og átti hún sér stað í heimahúsi aðfaranótt 5. júní sl.  Þarna hafði maður sem var gestkomandi í húsinu slegið annan sem einnig var gestkomandi með þeim afleiðingum að framtennur brotnuðu og skurður kom á nef.  Ekki er vitað um tilefni árásarinnar og er málið í rannsókn.

 

Síðdegis þann 5. júní sl. var lögreglu tilkynnt um að krakkar hafi brotist inn í mannlaust hús við Vestmannabraut.  Höfðu þau farið inn með því að brjóta rúðu.

 

Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni vegna gruns um að vera undir áhrifum áfengis við aksturinn.  Hann var jafnframt sviptur ökuréttindum til bráðabyrgða.

 

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið en í báðum tilvikunum var um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki.

 

Laust eftir hádegi þann 2. júní sl. var lögreglu tilkynnt um slys í Spröngunni en þarna hafði kona fertugsaldri verið að spranga en misst takið með þeim afleiðingum að hún féll afturfyrir sig.  Kvartaði hún m.a. yfir verkjum í mjóbaki og mjöðmum og var hún flutt á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja til skoðunnar.

 

Lögreglan vill beina því til ökumanna að óheimilt er að leggja bifreiðum á Strembugötu við Höllina.  Áður hefur verið bent á þetta en það virðist ekki hafa haft mikið að segja þannig að lögreglan mun framvegis beita þá sem leggja ólöglega við Höllina sektum.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.