Stjórnarmeirihlutinn í endalausum partíum

segir Árni Johnsen

6.Júní'11 | 12:56
Stjórnarmeirihlutinn hefur ekkert vit á því hvernig staðan er í sjávarútvegi enda ekki ekki hægt að búast við því þar sem hann er bara í endalausum partíum í einhverjum karlaklúbbum, sagði Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi rétt í þessu.
„Ríkisstjórnin fer bara í silkibrækurnar sínar og tjúttar inni í einhverjum partíum og allt er þetta mál með þeim hætti, að það er eins og það sé einhver karlaklúbbur á blússandi fylleríi, sem skilar tillögum inn í Alþingi Íslendinga," sagði Árni.
 
Fór Árni afar hörðum orðum um frumvörpin og sagði þau rugl og kjaftæði og að yrðu þau að lögum myndu þau kippa rekstrargrundvellinum undan sjávarútvegsfyrirtækjum til að mynda í Vestmannaeyjum.
 
Sagði hann erfitt að ræða þessi mál í alvöru því endarnir væru allir trosnaðir og ekkert væri gert upp og spæst. „Svo á að setja í skoðun og umfjöllun og ferli og umræðupólitík. Hvað er þetta fólk að gera í pólitík? Það ætti að banna því að vera í pólitík, þetta eru hryðjuverkamenn, skemmdarverkamenn," sagði Árni og bætti strax við að hann tæki aftur hluta af þessu orði. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sem sat í forsetastól, bað Árna að gæta orða sinna.
 
Kvartaði hann undan því að stjórnarþingmenn væru lítt viðstaddir umræðuna á þingi um kvótafrumvörpin og flýðu undan gagnrýni á frumvörp ríkisstjórnarinnar um breytingar í sjávarútvegi.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.