Lundinn fylgir AMO-sveiflunni

6.Júní'11 | 20:35

Lundir lundar

Rannsóknir Erps Snæs Hansen, líffræðings á Náttúrustofu Suðurlands og samverkafólks, hafa sýnt að lundastofninn hefur fylgt svokallaðri AMO-sveiflu eins og skugginn, a.m.k. þau 113 ár sem veiðitölur eru fyrirliggjandi. Þegar hlýnar hér vegna sveiflunnar dalar lundastofninn. Varphrunið hefur þó aldrei verið eins og nú.
 
 
 
AMO-sveiflan (Atlantic Multidecadal Oscillation) er sveifla í sjávarborðsyfirhita sem stjórnast svokölluðu saltfæribandi sem er meginhringrás hafstrauma á jörðinni. Þegar sveiflan er í jákvæðum fasa mælist meiri sjávaryfirborðshiti við Ísland, en þegar hún er í neikvæðum fasa þá kólnar. 65-70 ár eru á milli hámarka hlýindaskeiða. Eitt slíkt hlýindaskeið stóð frá um 1930-1960 og hófst aftur hlýindaskeið árið 1996.
 
 
 
Dýrmætar veiðiskýrslur frá fyrri tíð
 
Erpur segir að fylgnin milli AMO-sveiflunnar og stærðar lundastofnsins séu sterk. Þegar hlýnar hér við land vegna sveiflunnar dalar lundastofninn. Svipað mynstur hafi reyndar komið einnig nýlega komið fram hjá æðarfuglinum í Breiðafirði, skv. rannsóknum Jóns Einars Jónssonar í Stykkishólmi.
 
Upplýsingar um stöðu lundastofnsins þegar síðasta AMO-hlýindaskeiðið stóð yfir byggja á veiðitölum frá Bjargveiðifélögum Vestmannaeyja og Hagskýrslum. Óútgefin skrif Árna Árnasonar, fyrrum formanns Bjargveiðifélagsins í Vestmannaeyjum, hafa reynst ómetanleg. Með því að rýna í þau gögn og fleiri hefur Erpur dregið þá ályktun að ungaframleiðsla hafi minnkað um helming á þessum árum og varpstofninn minnkað í kjölfarið. „Vísbendingar eru um að stofninn virðist ekki hafa hrunið (1930-60) ekki svona gjörsamlega eins og hann er að gera núna,“ segir Erpur.
 
Sé miðað við upphaf hlýskeiðs árið 1996 eru liðin 15 ár frá því að það hófst. Það er því um 20 ár að öllu óbreyttu þangað til sjórinn fer að kólna á nýjan leik. „Það sem við þurfum er hundleiðinlegt veður, eins og var þegar ég var að alast upp,“ segir Erpur og bætir við í léttari dúr. „Eða þannig.“
 
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.