Frumvarp ríkisstjórarinnar um breytingar á kvótakerfinu...........

Georg Eiður bloggar

6.Júní'11 | 07:24
.........hafa valdið mér miklum hausverk og leiðindum síðan ég las það í gær, og er ég í raun enn ekki farinn að skilja það til fulls, enda mikil og erfið lesning.
 
Umræðan hér í Eyjum hefur snúist fyrst og fremst um það, að það sé verið að taka af stór útgerðini til þess að færa einhverjum trillukörlum. Ekki er ég alveg sammála því og í raun og veru þá er nokkuð ljóst, að í frumvarpinu er m.a. talað um að banna leigu á aflaheimildum frá aflamarks kerfi niður í króka kerfi, sem þýðir að öllum líkindum það að mín útgerð og útgerðarmynstur, ásamt fjöl mörgum línu útgerðum allt í kringum landið, er vægast sagt í miklu uppnámi. Ástæðuna má að vissu leyti rekja til þeirrar fáránlegu ákvarðanar Árna M. Mathiesenar, með stuðningi Framsóknarflokksins, frá árinu 2000 um að slá af svokallað þorskafla hámarks kerfi, setja allar tegundir í kvóta, leyfa síðan stækkun á þessum flota frá því að vera 6 tonna bátar og minni, upp í að vera 15 tonna bátar og minni, án þess að því fylgdu nokkrar aflaheimildir.
 
Þess vegna hafa krókabátar þurft að treysta á það að geta fengið leigðar heimildir úr aflamarks kerfinu og ef við tökum sem dæmi tegundir eins og ýsu, keilu og löngu, þá sýnist mér að um þriðjungur þess sem þessir bátar hafa fiskað undanfarin ár, komi frá aflamarks kerfinu og því augljóst að með því að klippa með einu pennastriki á þennan möguleika, þá er nokkuð augljóst að fjöl margar útgerðir muni fara illa út úr því og augljóslega brottkast og flokkun úti á sjó, sem smábátar hafa að miklu leyti verið lausir við, aukast verulega.
 
Ég sé reyndar að Jón Bjarnason ætlar að sjá til þess að smábátar í hans kjördæmi geti að einhverju leyti komið með keilu og löngu utan kvóta, enda mikið minna af þeim tegundum fyrir norðan land, heldur en hér fyrir suðurströndinni.
 
Varðandi strandveiðarnar, þá sé ég að þar er reiknað með að aflaheimildir í þann pott aukist með auknum aflaheimildum, en mér þykir mjög furðulegt að sjá þar inni hugmyndir um að sérstaklega verði hægt að auka aflaheimildir strandveiðibáta sem eru 3 tonn eða minni, og það finnst mér ekki vera skynsöm leið.
 
Varðandi hugmyndir um að útgerðir sem stunda uppsjávarveiðar frá Vestmannaeyjum þurfi hugsanlega að skila inn aflaheimildum í bolfiski til þess að geta fengið aflahlutdeild sína í uppsjávarkvótum, þá er ég að sjálfsögðu algjörlega á móti slíkum hugmyndum enda ljóst að með því myndu fjöl mörg störf tapast hér í Vestmannaeyjum, en vonandi verður þetta lagað í meðförum Alþingis á frumvarpinu.
 
Varðandi hugmyndir að banna lúðuveiðar með haukalóð, þá er ég að sjálfsögðu algjörlega á móti því enda hef ég alltaf verið og er á þeirri skoðun að eina leiðin til þess að allir Íslendingar sem starfa í útgerð séu jafnir, sé að taka frekar tegundir úr kvóta, lúðu þarf ekki að setja í kvóta og að mínu mati ætti nú þegar að taka tegundir eins og keilu, löngu, skötusel og jafnvel fleiri tegundir úr kvóta, enda engin fiskifræðileg rök fyrir kvótasetningu á þessum tegundum, og í raun og veru er það eina sem áunnist hefur með því að setja þessar tegundir í kvóta er að nú er búið að veðsetja allan þennan kvóta, ásamt því að kvótaleigan er orðin svo há og enginn kvóti í boði með tilheyrandi brottkasti og tjóni fyrir Íslenska þjóð.
 
Ég tek það skýrt fram að ég er algjörlega sammála því að það þurfi að taka á frjálsa framsalinu og ég er algjörlega á móti því að menn geti veðsett kvótann.
 
En hvers vegna þarf að breyta kvótakerfinu? Árið 1991 var frjálsa framsalið sett á. Hugmyndin á bak við það var sú að ná fram hagræðingu í útgerðinni, fækka bátum, menn gætu skipst á tegundum og látið frá sér tegundir, sem menn voru ekki að nýta. Þá þegar var varað við því að veruleg hætta væri á því að menn færu út í stórfellda veðsetningu á kvótanum, sem hefur gengið eftir. Einnig var varað við því að þetta kynni að hafa slæm áhrif á minni byggðir allt í kringum landið, sem einnig hefur gengið eftir og ef við horfum á stöðuna eins og hún er í dag, þá er nóg að ganga niður á bryggju hér í eyjum, þar blasir við okkur skip og bátar sem ekki hafa fiskað bein úr sjó árum saman. Útgerðarmennirnir spila á kerfið með kennitölu flakki og svo kallaðri kínaleigu. Jafnvel eru dæmi um það að hér hafi menn látið smíða ný og glæsileg skip með því að leigja frá sér aflaheimildir í nokkur ár og þetta er ekki það versta, því sumir útgerðarmenn hafa jafnvel marg veðsett sínar aflaheimildir og útgerðir til að geta tekið þátt í margs konar fjármálabraski og jafnvel tapað al eigunni og þar með sett störf sjómanna sinna og tekjur fjölskyldna þeirra í uppnám. Vissulega eru einnig til margir heiðarlegir og duglegir útgerðarmenn hér í eyjum, en eins og útgerðarmaður orðaði það við mig fyrir nokkru síðan, þá þarf að stoppa svörtu sauðina. Það þarf að breyta þessu kvótakerfi, það vita það allir, en það er ekki sama hvernig og því miður sýnist mér nánast allar hugmyndir Ríkisstjórnarinnar vera skot yfir markið og í raun og veru eru sumar hugmyndirnar í frumvarpinu hálf furðulegar að vissu leyti.
 
Ég er ánægður með að frumvarp um breytingar á kvótakerfinu séu nú loksins komnar fram, en það þarf svo sannarlega að taka til í frumvarpinu og mig langar að benda á bloggfærslu frá mér síðan í febrúar, sem ég kallaði: Kvótakerfið, umræða á villigötum, en þar m.a. kem ég inn á fjöl mörg atriði sem ég tel að mættu betur fara. Þessi umfjöllun mín er ekki endanleg um þetta kvótafrumvarp Ríkisstjórnarinnar, enda allt of langt mál að taka það fyrir í einni grein, en læt þetta duga í bili.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.