Hvers vegna vill vinstri stjórnin rústa Vestmannaeyjum?

Sigurður Jónsson bloggar

3.Júní'11 | 09:38

Sigurður Jónsson Siggi Jóns

Að undanförnu hefur ástand mála í Vestmannaeyjum verið mjög uppá við. Atvinnuástand verið mjög gott. Fasteignaverð farið hækkandi. Íbúum hefur verið að fjölga. Menningarlífið staðið með blóma. Flottur árangur hjá íþróttafólki. Staða bæjarsjóðs mjög sterk. sem sagt flott ástand í Eyjum. Eyjamenn hafa sýnt samgöngumálum skilning og vonandi er brátt bjartara framundan í þeim málum.
Nú gæti maður ímyndað sér að stjórnvöld væru verulega ánægð með þessa þróun i Eyjum. Gott dæmi um sjávarútvegspláss á landsbyggðinni sem blómstrar. Nei, í hugum Samfylkingar og Vinstri grænna er þetta ekki gott. Svakalegt ef fyrirtæki blómstra og hugsanlega græða. Svakalegt ef íbúar í Eyjum hafa næga atvinnu og sæmilegt kaup. Það má ekki gerast.
 
Hvers vegna í óskupunum dettur ríkisstjórnin í hug að ráðast á byggðarlag eins og Vestmannaeyjar með fáránlegum aðgerðum í sjávarútvegsmálum, sem koma til að fækka störfum í Eyjum. Aðgerðir sem koma til með að skaða útgerð og fiskvinnslu. Maður spyr sig,hvers vegna má ekki byggðarlag eins og Vestmannaeyjar halda áfram að blómstra?
 
 
http://sjonsson.blog.is/blog/sjonsson/

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.