Minningartónleikar um Oddgeir Kristjánsson.

1.Júní'11 | 13:22

Höllin Höllinn

ónlistarmenn í Eyjum standa að tónleikum í Höllinni nk. miðviku­dagskvöld sem verða helg­aðir því að í ár eru 100 ár frá fæð­ingu Odd­geirs Kristjánssonar. Bera þeir yfirskriftina "Vor við sæinn, minningartónleikar um Oddgeir". Allir sem koma að tónleikunum gefa vinnu sína og er ákveðið að styrkja fólk sem varð fyrir miklu tjóni þegar veggjatítla uppgötv­aðist í húsi þeirra.
Þeir sem koma fram eru Lúðra­sveit Vestmannaeyja, Stórsveit Vestmannaeyja, Stuðlar, Tríkot, Afrek, Hippabandið, Leikhús­bandið, Dans á rósum, Dólgarnir og Obbosí. Kynnir verður Árni Johnsen og mun hann taka einhver lög.
 
Höllin kemur myndarlega að verkefninu þannig að takist vel til gæti safnast umtalsverð upphæð.
 
Hólmfríður Sigurpálsdóttir og Styrmir Gíslason, Hófi og Stymmi, voru á götunni þegar uppgötvaðist að veggjatítla hafði eyðilagt hús þeirra að Kirkjuvegi 29. Þau þurftu að yfirgefa húsið strax og ljóst er að þau hafa orðið fyrir miklu tjóni því engar tryggingar ná yfir tjón að þessu tagi.
 
Njótið ávaxta meistarans og styrkið í leiðinni gott málefni. Sjáumst á tónleikum í Höllinni Miðvikudagskvöld 1.júní Kl.20:00

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.