Með skipulagsbreytingunum getur lögreglan ekki sinnt því hlutverki sem henni er ætlað

Ályktun frá Lögreglufélagi Vestmannaeyja

1.Júní'11 | 13:24

Lögreglan,

Á félagsfundi Lögreglufélags Vestmannaeyja þann 31. maí 2011 var eftirfarandi ályktun samþykkt:
 
Lögreglufélag Vestmannaeyja mótmælir harðlega þeim skipulagsbreytingum sem boðaðar hafa verið hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, en samkvæmt þeim þá munu einungis 8 lögreglumenn vera starfandi í Vestmannaeyjum, þar af 6 sem ganga vaktir.
 
Með þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru mun lögreglustöðin vera lokuð hluta nætur og einungis einn lögreglumaður vera á vakt á dagvöktum um helgar.
 
Fyrir rúmu ári var unnið eftir vaktakerfi sem kallaði á 9 lögreglumenn sem gengu vaktir auk yfirlögregluþjóns og lögreglufulltrúa, alls 11 lögreglumenn. Núna er hins vegar búið að boða fækkun um 3 lögreglumenn, þrátt fyrir að á sama tíma sé fólksfjölgun í Vestmannaeyjum og auðsýnt að fjöldi ferðamanna mun margfaldast í sumar. Með þessum breytingum er verið að fækka vaktavinnumönnum um 33% og hafa þeir þá ekki verið færri í um 60 ár.
 
Það sér auðvitað hver maður að með þessum skipulagsbreytingum mun lögreglan ekki geta sinnt því hlutverki sem henni er ætlað. Ljóst er að öryggi bæjarbúa er sett í hættu sem og öryggi þeirra lögreglumanna sem eiga að starfa eftir hinu nýja fyrirkomulagi.
 
Vestmannaeyjar eru eyjaklasi og því má það hverjum vera ljóst að ekki er hægt að komst þangað á skömmum tíma. Lögreglan í Vestmannaeyjum verður því að vera sjálfum sér nóg um að bregðast við þeim verkefnum sem upp geta komið. Með þessum gjörningi er ljóst að verulega er verið að veikja lögregluna og ekki hægt að tryggja að lögreglan geti sinnt stærri verkefnum eins og lög gera ráð fyrri.
 
Lögreglufélag Vestmannaeyja lýsir allri ábyrgð vegna þessa skipulagsbreytinga á hendur fjárveitingavaldinu og innanríkisráðherra, en ráðherra hefur ekki viljað gefa embætti Sýslumannsins í Vestmannaeyjum svar um það hvort hann ætli að auka fjárveitingu til embættisins til að halda úti þeirri löggæslu sem Vestmannaeyingar og gestir þeirra eiga skilið.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.