Drög að dagskrá goslokahátíðar liggur fyrir

30.Maí'11 | 14:21
Fyrir liggja fyrstu drög að dagskrá goslokahátíðarinnar. Hátíðin hefst strax síðdegis á fimmtudag með opnun á sýningu Sigmund, tónlista- og bókmenntadagskrá í Vinaminni og í Höllinni. Viðburðirnir reka síðan hver annan alla helgina. Enn er tími til að tími til þess að tilkynna um viðburði, sýningar eða annað sem á döfinni er þessa helgi, bæði í gegnum tölvupóst margret@vestmannaeyjar.is eða kristinj@vestmannaeyjar.is eða í síma 488-2000.
 
Jafnframt eru Eyjamenn og aðrir áhugasamir hvattir til þess að koma ábendingum eða fyrirspurnum á ofangreind netföng eða síma. Fullbúin dagskrá verður síðan að venju send í öll hús og birt í fjölmiðlum.
 
 
Fimmtudagur 30. júní 2011
Akóges
Kl. 17.30 Opnun sýningar Sigmund Jóhannssonar
- Sýning á verkum teiknarans þekkta Sigmund, Sigmund the one and only í 50 ár.
Vinaminni
Kl. 20.00 Morð og músík
-Sögur og tónlist í umsjá Helgu og Arnórs
Höllin
Kl. xx.xx Bjartmar og Bergrisarnir
-Aðgangseyrir
Föstudagur 1. júlí 2011
Ráðhús Vestmannaeyja
Kl. 9.00 Fánar goslokahátíðarinnar dregnir að húni.
Anddyri Safnahús
Kl. 13.00 Opnun ljósmyndasýningar Sigríðar Högnadóttur
Kl. 13.00 Opnun málverkasýningar Jakobs Erlingssonar
Byggðasafn Vestmannaeyja
Kl. 14.00 Opnun á nýju og glæsilegu Byggðasafni Vestmannaeyja
Golfklúbbur Vestmannaeyja
Kl. 10.00 Volcano Open
og 18.00 - Keppendur mæta í skála klukkustund fyrir ræsingu.
Eldheimar
Kl. 18.00
Ganga upp að gíg
- Gönguferð frá Eldheimum upp að gíg undir leiðsögn Svavars Steingrímssonar.
Höllin
Kl. 19.00
Úrval úr matarkistu Eyjanna
- Hið vinsæla hlaðborð Einsa Kalda. Borðapantanir í síma 6982572 og 4813200.
Kl. 21.00
Tónleikarnir „Óður til Oddgeirs“
- Hildur Sólveig Sigurðardóttir formaður Fræðslu- og menningarráðs setur goslokahátíðina 2011
- Úrval tónlistarmanna flytja lög Oddgeirs Kristjánssonar sem hefði orðið 100 ára á þessu ári.
Skemmtistaðahringurinn
Opinn fram eftir nóttu:
Volcano Café – DJ Atli
Lundinn -
Prófasturinn -
Conero -
Kaffi Kró -
Pizza 67 –
Laugardagur 2. júlí 2011
Golfklúbbur Vestmannaeyja
Kl. 08.00
Volcano Open
og 13.30 - Keppendur mæta í skála hálftíma fyrir ræsingu.
Friðarhafnarskýlið
Kl. 12.00
Ganga á Heimaklett
- Gönguferð á Heimaklett undir leiðsögn Friðbjörns Valtýssonar.
Bárustígur
Kl. 14.00
Sparisjóðsdagurinn
- Hefðbundið Sparisjóðsfjör.
Grillaðar pylsur, Jarl og félagar sjá um tónlist, hoppukastalar og glens og gaman.
Skvísusund
Kl. 21.00-23.00 Barna- og unglingadagskrá
- SingStar, Leikfélag Vestmannaeyja, Dans á rósum og glens og grín.
Kl. 23.30- 05.00 Söngur og dans
Baldurskró - Obbosí
Erlingskró - Dans á rósum
Gottukró - Lalli og vinir
Leókró - Árni Johnsen
Pipphúsið - Tríkot
Opinn „mæk“
Volcano Café – DJ Atli
Sunnudagur 3. júlí 2011
Landakirkja
Kl. 11.00 Göngumessa frá Landakirkju
- Gengið að krossinum og endað í Stafkirkjunni á Skansinum.
 
Langur laugardagur og útimarkaðir hjá verslunarmönnum.
Sýningar verða opnar alla goslokahelgina
-Anddyri safnahús opið laugardag og sunnudag frá 11-17.
-Byggðasafn opið laugardag og sunnudag frá 11-17.
-Fiska –og náttúrugripasafn opið föstudag-sunnudag frá 11-17.
-Sigmundssýningin opið föstudag- sunnudag frá 14-18.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.