Fyrirhugað að safna saman fyrirtækjum úr eyjum á sjávarútvegssýninguna

26.Maí'11 | 11:20

Vestmannaeyjahöfn

Íslenska sjávarútvegssýningin 2011 verður haldin 22-24 sept. nk. Fyrirhugað er að safna saman þjónustufyrirtækjum í Vestmannaeyjum og vera með einn sameiginlegan bás þar sem kynnt er sú starfsemi sem fram fer og sú þjónusta sem í boði er. Sigríður Diljá Magnúsdóttir verkefnastjóri hefur tekið að sér að stjórna verkefninu.
Framkvæmda- og hafnarráð samþykkir að Vestmannaeyjahöfn taki þátt í sameiginlegum sýningabás eyjafyrirtækja. Gengið verði frá skriflegu samkomulagi um skiptingu heildarkostnaðar þeirra fyrirtækja úr Eyjum sem ætla að taka þátt í sýningunni og verkefnisstjóra falið að fylgja málinu eftir. Gerð verði nánari grein fyrir stöðu málsins á næsta fundi ráðsins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.