Ekki hægt að gera mistök í að velja markmann hjá okkur

segir Heimir Hallgrímsson

24.Maí'11 | 09:26
Markvörðurinn reyndi Albert Sævarsson og Abel Dhaira frá Úganda hafa skipst á að standa í marki ÍBV það sem af er Pepsi-deildinni og hafa báðir staðið sig með ágætum.
 
Albert hefur leikið þrjá leiki og Abel tvo en sá síðarnefndi stóð á milli stanganna gegn Keflavík í fyrradag þar sem Albert var veikur. Nokkra athygli hefur vakið að markverðirnir séu að skiptast á leikjum en Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV segist vera ánægður með báða leikmennina.
 
,,Ég veit ekki hvaða umræða það er að það megi ekki skipta um markmann. Það eru einhverjir sem eru voða óhressir með að við skulum skipta um markmann," sagði Heimir við Fótbolta.net í gær.
 
,,Þeir eru rosalega jafnir og báðir góðir. Mér finnst allt í lagi að þeir viti af því að við treystum báðum. Það er ekkert hægt að gera mistök í því að velja markmann hjá okkur, þeir eru báðir að standa sig vel. Það er gott að hafa þá báða tilbúna."
 
Abel kom til Eyjamanna í fyrra og byrjaði að æfa með liðinu en hann hefur komist betur og betur inn í hlutina síðan þá.
 
,,Það er með hann eins og leikmenn frá öðrum heimsálfum að það tekur smá tíma að falla inn í þetta," sagði Heimir.
 
Frétt fr� Fótbolta.net. Sj alla fr�ttina: http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=108763#ixzz1NGFRfxzR
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.