Umhverfis- og skipulagsráð mun á næstunni leggja fram enn frekari takmarkanir á lundaveiði

20.Maí'11 | 08:04

Lundir lundar

Á síðasta fundi Umhverfis- og skipulagsráðs var m.a. fjallað um lundaveiði og eggjatöku í Vestmannaeyjum fyrir árið 2011 í framhaldi af fundi Náttúrustofu Suðurlands og Hafró 12 maí s.l.
Ráðið afgreiddi eftirfarandi ályktun frá sér:

Ráðið mun á næstunni leggja fram enn frekari takmarkanir á lundaveiði eða algjöra lokun veiða fyrir árið 2011. Einnig vill ráðið beina þeim tilmælum til þeirra sem hyggjast fara í eggjatöku að þeir gangi vel um varpsvæði og hafi það í huga að sérfræðingar hafa lýst áhyggjum sínum af ástandinu, sérstaklega varðandi svartfugl. Þetta er gert þó mjög skert veiði og/eða eggjataka hafi mjög lítil áhrif á heildarafkomu stofnanna. Veiðar á lunda og eggjataka eru stór og mikilvægur þáttur í menningu Vestmannaeyja sem ber að ganga til með mikilli virðingu.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.