Fréttatilkynning frá Eimskip vegna fréttar um uppsagnir starfsmanna í afgreiðslu:

Umræddir starfsmenn voru ekki tilbúnir til að taka þátt í þessum eðlilegu og sjálfsögðu breytingum

19.Maí'11 | 09:07

Herjólfur

Að undanförnu hefur verið unnið að breytingum á ýmsum málum í afgreiðslu Herjólfs í Vestmannaeyjum. Breytingarnar eru gerðar samhliða innleiðingu á nýju og fullkomnu sölu- og bókunarkerfi sem var tekið í notkun í febrúar. Nýja bókunarkerfinu er m.a. ætlað að einfalda hluti varðandi afgreiðslu og bæta þannig þjónustuna við farþegana sem ferðast með Herjólfi.
Eftir nokkra byrjunarörðugleika er kerfið nú farið að ganga ágætlega og núna geta viðskiptavinir sem nota einingakort afgreitt sig sjálfir hratt og vel í bókunarvél á netinu, en þurfa ennþá á aðstoð afgreiðslu að halda til að geta keypt og fyllt á einingakort og skoðað stöðu á viðskiptareikningi. Í þessu felst að viðskiptavinir geta nú sjálfkrafa í framhaldi af bókun fengið brottfararseðla senda í tölvupósti og þurfa þess vegna ekki að koma í afgreiðsluna og geta farið beint um borð. Í samræmi við þessar breytingar mun álag á starfsfólk í afgreiðslu breytast umtalsvert frá fyrra fyrirkomulagi og eðlilegt að manna hana í samræmi við álag eins og það er á hverjum tíma þannig að viðskiptavinir fái ávallt góða þjónustu. 
 
Ráðinn var nýr þjónustustjóri í afgreiðslu Herjólfs í Vestmannaeyjum. Einn starfsmaður var að hætta vegna aldurs og í framhaldi af því var óskað eftir því við tvo aðra starfsmenn að þeir breyttu um vaktafyrirkomulag. Einnig var kynnt fyrir starfsmönnum afgreiðslu Herjólfs að næðu markmið fyrirtækisins um minnkun álags í afgreiðslu ekki fram að ganga yrði mönnun endurskoðuð.
 
Breytingarnar sem Eimskip fór fram á fólust í því að umræddir starfsmenn sem höfðu unnið saman á vakt myndu framvegis vinna á sitt hvorri vaktinni sem er mjög eðlilegt þar sem þessir starfsmenn höfðu mestu reynsluna. Einnig lá fyrir að breyta þyrfti vinnutíma á vöktum vegna sumaráætlunar þar sem tímasetningum áætlanaferða var breytt í samráði við óskir bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Umræddir starfsmenn voru ekki tilbúnir til að taka þátt í þessum eðlilegu og sjálfsögðu breytingum. Fyrirtækið hefur ekki einhliða rétt á því að breyta vaktafyrirkomulagi samkvæmt kjarasamningum nema í samráði við starfsmenn og kom því miður til uppsagnar umræddra starfsmanna með lögbundnum fyrirvara af þeim sökum.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is