Sömu vinnubrögð og leiddu til hruns

19.Maí'11 | 07:09

Þorskur fiskur

Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum líkir vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar við nýtt frumvarp um stjórnun fiskveiða við þau sem leiddu til bankahrunsins. Til snarpra orðaskipta kom milli framkvæmdastjórans og þingmanns Samfylkingarinnar á fundi í Eyjum í gærkvöldi.
Opinn fundur þingmanna Samfylkingarinnar í Vestmannaeyjum í gær fjallaði aðallega um fyrirhugaðar breytingar á stjórn fiskveiða. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði vinnubrögð ríkisstjórnarinnar óvönduð þar sem ekki væri búið að reikna út áhrif breytinganna. Hann sagðist hafa skoðað frumvarpið og nefndi sem dæmi að það muni taka tvöfalt lengri tíma en við núverandi aðstæður að greiða upp skuldir sjávarútvegsins verði frumvarpið að lögum. Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar væru ólíðandi og líktust því sem gerðist fyrir hrunið.
 
Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar, sagði að það væri verið að koma til móts við kröfu um opna umræðu með því að óska eftir áliti hagsmunaaðila, í framhaldi verði gerð greining á áhrifum þeirra breytinga sem til umræðu eru. Róbert var ósáttur við að framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar áteldi þessi vinnubrögð. „Hvernig viltu hafa þetta? Að þetta sé bara samið af LÍÚ? Það er ekki hægt að vinna þetta þannig að þú birtir þjóðinni það frumvarp sem þú vilt fá að sjá,“ sagði Róbert um leið og hann barði í borð og benti með vísifingri á Sigurgeir Brynjar.
 
Þegar Sigurgeir Brynjar hélt því til streitu að höfundar frumvarpsins vissu ekkert hver áhrif þess væru ítrekaði Róbert að hann teldi vinnubrögðin eðlileg. „Ef þú vilt ekkert koma meira að þessu þá er það bara þannig,“ sagði Róbert að lokum við framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is