Fyrirtækjamót í boccia

17.Maí'11 | 14:48

Íþróttafélagið Ægir

Við hjá Íþróttafélaginu Ægi ætlum að prófa nýja fjáröflunarleið sem við höfum heyrt góðar sögur af! Núna ætlum við að skora á öll fyrirtæki bæjarins til að berjast um þann gríðarlega HEIÐUR að vinna ÆGISBIKARINN og hvað þá í fyrsta skiptið!! :) Fyrirkomulagið hljómar svona - Olís teknir sem dæmi:
 
- Olís skráir eitt lið í keppnina og borgar 5000 króna mótsgjald.
- Í hverju liði eru tveir keppendur – Sæmi/Siggi þar af leiðandi saman í liði.
- Ef það eru sex starfsmenn frá sama fyrirtæki sem vilja taka þátt, þá eru það þrjú lið og hvert lið borgar 5000 krónur.
- Allir fá smá kennslu í helstu reglunum áður en byrjað er.
 
Við erum nokkuð frjálsleg um hverjir eru saman í liðum (sérstaklega ef að fólk á erfitt með að manna lið, þá mega góðvinir fyrirtækisins þíns stíga inní)... þurfið bara að koma fram undir nafni fyrirtækisins við skráninguna og greiða fyrir þátttökuna!
Markmiðið með þessum degi er að hafa gaman saman! Kynna íþróttina boccia sem okkar einstaklingar eru að keppa í 2-3 á ári og leyfa ykkur hreinlega að finna hversu mikil kúnst þetta er!
 
MÓTIÐ VERÐUR HALDIÐ Í GAMLA SALNUM Í ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐINNI
ÞANN 22. MAÍ OG BYRJAR KL.12!! :)
 
Vinsamlegast sendið allar skráningar á mig, Kristínu Ósk Óskars! Netfang: bubsy@simnet.is eða þið getið haft samband í síma: 894-1731 ef eitthvað er,HVAÐ SEM ER! :) engin spurning asnaleg í þessum efnum, munið það! Við hjá íþróttafélaginu Ægi erum líka að fara að gera þetta í fyrsta skipti þannig að viÐ finnum út úr þessu öll saman! ;)
 
Hlakka til að heyra í sem flestum!! ÁFRAM ÆGIR! :o)
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.