4. flokkur ÍBV safnar ónýtum GSM símum í fjáröflunarskyni

17.Maí'11 | 08:36
4. flokkur karla í ÍBV í knattspyrnu hyggst hefja nýstárlega fjáröflun sem felst í því að safna gömlum fartölvum og GSM símum sem ekki eru lengur í notkun á heimilum og hjá fyrirtækjum í bænum. Þá munu þeir einnig taka á móti stafrænum myndavélum, upptökuvélum og MP3 spilurum. Félagið fær greitt fyrir þau tæki sem safnast en þau eru flutt út til endurnýtingar.
 
Fyrirtækið Græn framtíð annast flutning á tækjunum til viðurkenndra endurvinnslufyrirtækja erlendis sem tryggja endurnýtingu á þeim með ábyrgum hætti. Heilir símar og fartölvur verða nýttir áfram í þróunarlöndum og íhlutir úr ónýtum tækjum verða nýttir í annan búnað. Þá verður spilliefnum úr þeim eytt með löglegum hætti.
 
Strákarnir munu á þriðjudaginn 24.maí ganga í hús og safna búnaði sem er ekki lengur í notkun og vonast þeir til þess að íbúar í Eyjum taki vel á móti þeim, styrki deildina og stuðli að því að gömul raftæki öðlist framhaldslíf.
 
Einnig verður hægt að skila tækjum í söfnunarkassa í Eyjatölvum og Eymundsson, en kassarnir eru merktir Græn framtíð. Ef fyrirtæki eða einstaklingar vilja láta sækja tæki til sín má hafa samband við Dóru Hönnu Sigmarsdóttur, með því að senda tölvupóst á netfangið dorahanna@hvati.is, eða hringja í síma 845 8045.
 
Fyrirtæki og einstaklingar eru hvattir til að stuðla að endurnýtingu gamalla raftækja með þessum hætti og styrkja gott málefni í leiðinni.
 
Með fyrifram þökk,
4. flokkur karla í knattspyrnu

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-