Veiðiferðin eftir Sigurgeir Kristjánsson

Sigmar Þór Sveinbjörnsson bloggar

13.Maí'11 | 08:42

Sigmar Simmi

Þetta skemmtilega grínkvæði eftir Sigurgeir Kristjánsson varð til fyrir mörgum árum þegar tveir lögregluþjónar í Vestmannaeyjum voru að skjóta fugl, úti á flóanum við Heimaey. Þriðji lögregluþjónninn var síðan sendur eftir þeim, vegna kæru sem bars á hendur þeim, sem þó reyndist ekki byggð á sterkum rökum. Sigurgeir heitinn var lögregluþjónn í Eyjum á sínum tíma eins og eldri eyjamenn muna eflaust.

Það var fyrir löngu á erfiðu árunum,

að ógrynni af svartfugli vaggaði á bárunum.

Menn voru svangir og sátu á sorginni,

það var sáralítill fiskur og kjötlaust í borginni.

Kóngurinn bannaði að blaka við fuglinum,

sem buslaði á Víkinni í dökkleita kuflinum,

og hersveinar valdboðans hömpuðu orðunum,

hrafnsvörtum úlpum þeir veifuðu korðunum.

 

Þar voru tveir garpar, sem eymdinni undu ekki,

og áttu í neyðinni dálítið hugrekki.

Þeir vissu af fuglinum feitum og ginnandi,

freistingin ögraði og nokkuð til vinnandi,

því varð það einn morgun þeir hengdu á hlóðirnar

heilstóran soðpott og sköruðu í hlóðirnar.

Þeir bjuggust í skyndi með byssu við höndina,

og bráðlega voru þeir niður við ströndina.

 

Skútan rann drjúglega á dillandi bárunni,

því djúpt tóku Ragnar og Pétur  í árinni.

Og þegar þeir komu að svartfuglasvæðunum

suðaði víkingablóðið í æðunum.

Það vaknaði ákafi í veiðmannslundinni,

villibráð skyldu þeir hreppa á stundinni.

Gott væri seinna að setja í réttinum

saddir fuglinum veiddum í Klettinum.

 

Það buldi við skothríð, sem hljómaði í hjöllunum

og hávaðinn glumdi í klettinum fjöllunum.

Bráðlega vöknuðu bragnar á landinu

því bergmálið sagði frá ófriðarstandinu.

Ræningjaskip var að rupla út á flóanum,

ráð var að mæta þar helvískum bófunum.

Þeir mönnuðu snekkju af mikilli skyndingu,

og magnaður foringi stóð þar í lyftingu.

 

Þá var hann Jóhannes þungur á brúnina,

því að hann verndaði ríkið og krúnuna.

Og hvatlega fór hann með vindinn í voðinni,

nú voru þeir komnir að ófriðargnoðinni.

Um samkomulag ei hann leitaði hófanna,

en lét bæði handjárna og keflaði bófana.

Og þegar þeir sigraðir sátu í vörinni,

var Sigurgeir þarna með poka í Fjörunni
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.