Sönghópur ÁtVR með tónleika í dag í kirkju Óháða safnaðarins

13.Maí'11 | 14:44

atvr

Sönghópur Átthagafélags Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu (ÁtVR) heldur tónleika í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg í Reykjavík í dag kl. 15. Á efnisskránni eru ýmis Eyjalög og textar. Stjórnandi er Hafsteinn G. Guðfinnsson. Aðgangseyrir er kr. 1500 og eru allir hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.
 
Sönghópurinn hefur verið starfandi í sex ár og eru félagar hátt í fimmtíu talsins og flestir ættaðir úr Eyjum. Auk þess starfa þrír til fjórir hljóðfæraleikarar að staðaldri með hópnum.
Æft er reglulega yfir vetrartímann í Kiwanishúsinu í Kópavogi.
 
Aðalverkefni hópsins er að halda á lofti lögum og textum úr Vestmannaeyjum en þar er af nógu að taka. Hópurinn hefur sungið víða á Reykjavíkursvæðinu síðustu árin við ýmis tilefni. Haustið 2007 tók Sönghópurinn þátt í norrænu vísnamóti í Särö í Svíðþjóð, þar sem yfir tvö hundruð manns komu saman og spiluðu og sungu vísna- og þjóðlagatónlist í þrjá daga. Hópurinn vakti verðskuldaða athygli fyrir sönginn en ekki síður fyrir lögin úr Eyjum, sem þóttu afar skemmtileg. Fyrir réttu ári hélt hópurinn eftirminnilega tónleika í Kiwanishúsinu í Vestmannaeyjum þar sem um 200 manns mættu okkur til ómældrar ánægju.
 
Sönghópurinn hefur gefið út einn geisladisk með 15 lögum sem heitir “Í æsku minnar spor” og hefur honum verið vel tekið. Diskurinn verður til sölu á tónleikunum.
 
Félagar í Sönghóp ÁtVR vonast til að sjá sem flesta Eyjamenn sem og aðra er áhuga hafa á sönglist úr Vestmannaeyjum í kirkju Óháða safnaðarins þann 14. maí kl. 15. Forsala aðgöngumiða verður hjá kórfélugum og við innganginn. Nánari upplýsingar tónleikana og forsölu miða verða á heimasíðu Átthagafélagsins: http://atvreyjar.123.is/
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.