Vestmannaeyjabær telur vinnubrögð Umhverfisstofnunar verulega ámælisverð

Fréttatilkynning frá Vestmannaeyjabæ

12.Maí'11 | 09:02

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Mánudaginn 9. maí sl. sendi Umhverfisstofnun frá sér fréttatilkynningu þar sem gerð var grein fyrir þeirri ákvörðun að Sorporkustöð Vestmannaeyja skyldi beitt dagsektum frá og með 1. júni næstkomandi. Þá ákvörðun byggði stofnunin fyrst og fremst á því að ryk hefði mælst 420mg/Nm3 í mælingu sem fór fram í mars 2011 og það fullyrt að „úrbætur... [hafi] ekki leitt til þess að rekstraraðili gerði nauðsynlegar úrbætur á hreinsibúnaði stöðvarinnar“.
Í tilkynningunni láðist Umhverfisstofnun hinsvegar að geta þess að Vestmannaeyjabær hafði gripið til margskonar úrræða til að draga úr mengun og því  dregið í efa að mæling gæfi rétta mynd af stöðu mála.  Bent var á sterkar líkur fyrir að mengunarvarnarbúnaður hefði verið að hluta til óvirkur þegar mæling fór fram.  Um það átti Umhverfisstofnun að vera upplýst.  Í ljósi rökstudds efa óskaði Vestmannaeyjabær tafarlaust eftir nýrri mælingu, frá sömu aðilum og framkvæmdu fyrri mælingu, og fór formlega fram á að beðið yrði með íþyngjandi ákvæði þar til ný mæling lægi fyrir. 

Í stað þess að fresta úrskurði meðan beðið væri eftir niðurstöðu mælinga valdi Umhverfisstofnun að senda frá sér fréttatilkynningu þar sem boðaðar voru dagsektir á Vestmannaaeyjabæ sem og önnur íþyngjandi ákvæði – allt byggt á mælingu sem Vestmannaeyjabær dró í efa.

Degi síðar fengust hinsvegar niðurstöður nýrra mælinga.  Þær voru eftirfarandi:

Mæling leiddi sem sagt í ljós að forsendur hinna íþyngjandi ákvæða Umhverfisstofnunar voru rangar eins og Vestmannaeyjabær hafði bent á.  Með þeim úrræðum sem Vestmannaeyjabær hefur gripið til til að draga úr útblæstri mengandi efna hefur rykmagn minkað úr 493 mg/Nm3 (apríl 2008) niður í 230 mg/Nm3 (nýjasta mæling).  Mat sérfræðinga er að örlitlar viðbætur komi ryki í útblæstri því niður fyrir þau mörk sem sett eru í starfsleyfi.

Vestmannaeyjabær telur vinnubrögð Umhverfisstofnunar í þessum málum verulega ámælisverð.  Á fjölmörgum fundum og í talsverðum bréflegum samskiptum hefur Vestmannaeyjabær gert grein fyrir þeim miklu úrbótum sem þegar hafa átt sér stað.  Öllum ábendingum Umhverfisstofnunar hefur verið mætt með framkvæmdum auk tímasetra áforma um frekari úrbætur.  Vestmannaeyjabær hefur gert réttmætar athugasemdir við forsendur mælinga og bent á málefnalegar ástæður þess að tekið skuli tillit til aðstæðna.  Í ljósi nýrra mælinga sem sýna að ekki einungis hefur Umhverfisstofnun sniðgengið þessar athuagsemdir heldur beitt verulega íþyngjandi úrræðum á grunni mælinga sem nú ekki gefa rétta mynd af ástandi mála – eins og bent hafði verið á-  íhugar Vestmannaeyjabær nú að fela lögfræðingi sveitarfélagsins að leita réttar þess á grundvelli ma. rannsóknarreglu stjórnsýslulaga (þar sem kveðið er á um að mál séu nægjanlega upplýst áður en tekin er ákvörðun í þeim) og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga (þar sem m.a. er kveðið á um að stjórnvald skuli gæta þess að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til).

Framkoma umhverfisyfirvalda mun þó í engu breyta þeim ákvörðunum sem Vestmannaeyjabær hefur þegar kynnt og felast ma. í aukinni flokkun sorps, aukinni endurvinnslu, áherslu á jarðgerð og ýmislegt fleira.  Ákvarðanir í meðferð sorpmála í Vestmannaeyjum verða því áfram teknar á grundvelli umhverfissjónarmiða og heildarhagsmuna samfélagsins. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is